Enski boltinn

Barnabarn Cruyff með rándýra sleggju

Hollenska goðsögnin Johan Cruyff hefði orðið stoltur af markinu sem barnabarnið hans, Jessua Angoy, skoraði fyrir varalið Wigan á dögunum.

Hinn 18 ára gamli Angoy, sem spilar sem bakvörður, átti þá ótrúlegt skot utan af kanti sem endaði í markinu.

Angoy var áður á mála hjá Barcelona en félagið var ekki til í að veðja á hann til framtíðar og hann er því kominn til Wigan.

Jessua er sonur Jesus Angoy, fyrrum markvarðar Barcelona, sem er giftur Chantal sem er dóttir Cruyff.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×