Enski boltinn

Chicharito, Carrick og Rafael meiddir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Javier Hernandez í leik með Manchester United.
Javier Hernandez í leik með Manchester United. Nordic Photos / Getty Images
Manchester United hefur staðfest að þeir Javier Hernandez, Michael Carric og Rafael muni ekki spila með liðinu gegn Manchester City í leiknum um Samfélagsskjöldinn um helgina.

„Það eru enn 2-3 vikur í Hernandez," sagði Ferguson á blaðamannafundi í dag en hann fékk slæmt höfuðhögg nú á undirbúningstímabilinu. „Hann ætti að vera klár í lok ágúst. Hann fékk heilahristing fyrir fáeinum árum síðan og ætlum við ekki að taka neina sénsa."

Rafael meiddist í leiknum gegn Barcelona fyrir stuttu síðan og þá meiddist Carrick lítillega fyrir stuttu síðan.

Ferguson sagðist vera spenntur fyrir leiknum um helgina. „Ég hef alltaf litið á þennan leik sem mikilvægan stökkpall fyrir fyrsta leik tímabilsins í deildinni. Það eru líka 2-3 leikmenn sem þurfa á því að halda að spila einn leik til viðbótar áður en keppni í deildinni hefst."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×