Enski boltinn

Vongóðir um að Van der Vaart nái fyrsta leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rafael van der Vaart í leik með Tottenham á undirbúningstímabilinu.
Rafael van der Vaart í leik með Tottenham á undirbúningstímabilinu. Nordic Photos / Getty Images
Kevin Bond, aðstoðarstjóri Tottenham, er vongóður um að Hollendingurinn Rafael van der Vaart verði orðinn góður af meiðslum sínum áður en liðið leikur sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni.

Tottenham mætir Everton um næstu helgi en Van der Vaart missti af æfingaleik liðsins gegn Athletic Bilbao fyrir stuttu. Hann meiddist á ökkla fyrr á undirbúningstímabilinu.

„Við erum með krosslagða fingur fyrir hann,“ sagði Bond við enska fjölmiðla.

Það gæti þó reynst raunhæfara að Van der Vaart spili ekki á ný fyrr en að Tottenham mætir Hearts í forkeppni Evrópudeildar UEFA þann 18. ágúst næstkomandi. Eggert Gunnþór Jónsson leikur með Hearts.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×