Man. Utd. vann Samfélagsskjöldin eftir magnaðan úrslitaleik Stefán Árni Pálsson skrifar 7. ágúst 2011 13:02 Nani fagnar marki sínu í dag. Nordic Photos / Getty Images Manchester United vann stórleikinn gegn Manchester City, 3-2, um Samfélagsskjöldin eftir að hafa lent 2-0 undir. Man. Utd. lék frábærlega í síðari hálfleiknum og sýndi meistaratakta. David De Gea, markvörður Man. Utd, var sennilega manna kátastur eftir leikinn en hann gat gert betur í báðum mörkunum sem United fékk á sig í leiknum. Fylgst var með gangi mála beint á Vísi sem sjá má hér að neðan.93. mín - Nani er að tryggja Manchester United sigurinn á 93. mínútu leiksins. Nani slapp aleinn í gegnum um vörn Man. City eftir skelfileg mistök hjá Vincent Kompany, varnarmanni Man. City. Nani Lék síðan á Joe Hart, markvörð City, og lagði boltann í autt netið.58.mín – Nani er að jafna metinn fyrir Man. Utd. eftir frábært mark hjá þeim rauðklæddu. Þeir gjörsamlega tættu í sundur vörn Man. City en þeir Rooney, Tom Cleverley og Nani léku sér að leikmönnum City sem endaði með marki frá Nani. 2-2 og fróðlegur hálftími eftir af leiknum.51. mín - Chris Smalling er að minnka muninn fyrir Man. Utd. en hann stýrði boltanum í netið eftir fína fyrirgjöf frá Ashley Young beint úr aukaspyrnu. Frábært fyrir leikinn að fá þetta mark. Jonny Evens, Phil Jones og Tom Cleverley komu allir inná í liðinu Man. Utd. í hálfleik og greinilegt að Alex Ferguson, knattspyrnustjóri liðsins er ekki ánægður með gang mála.46. mín - Edin Džeko, leikmaður Man. City, fékk boltann fyrir utan teiginn, snéri sér við og þrumaði knettinum í markið. Nokkuð gott skot en David De Gea átti að gera betur í marki Man. Utd. 2-0 fyrir Man. City í hálfleik og þeir bláklæddu í frábærum málum.37. mín - Joleon Lescott skorar hér einkar glæsilegt mark fyrir Man. City með skalla eftir frábæra sendingu frá David Silva. Man. Utd. hefur verið mun betri aðilinn í leiknum en það er ekki spurt að því í fótbolta. Spurning hvernig Man. Utd. svarar markinu. Þeir David de Gea og Ashley Young eru báðir í byrjunarliði Manchester United sem mætir Manchester City í árlegum leik um Samfélagsskjöldinn á Wembley-leikvanginum í dag. Danny Welbeck er sömuleiðis í byrjunarliði United og verður við hlið Wayne Rooney í fremstu víglínu. Dimitar Berbatov er á varmannabekknum í dag. Mario Balotelli og Edin Dzeko spila í sókn City í dag. Sergio Aguero er því á bekknum ásamt þeim Gael Clichy og Stefan Savic en allir þrír komu til City í sumar. Vísir mun fylgjast með gangi mála í leiknum.Byrjunarlið United: De Gea, Smalling, Ferdinand, Vidic, Evra, Nani, Carrick, Anderson, Young, Rooney, Welbeck.Byrjunarlið City: Hart, Richards, Kompany, Lescott, Kolarov, De Jong, Silva, Yaya, Milner, Balotelli, Dzeko. Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Sjá meira
Manchester United vann stórleikinn gegn Manchester City, 3-2, um Samfélagsskjöldin eftir að hafa lent 2-0 undir. Man. Utd. lék frábærlega í síðari hálfleiknum og sýndi meistaratakta. David De Gea, markvörður Man. Utd, var sennilega manna kátastur eftir leikinn en hann gat gert betur í báðum mörkunum sem United fékk á sig í leiknum. Fylgst var með gangi mála beint á Vísi sem sjá má hér að neðan.93. mín - Nani er að tryggja Manchester United sigurinn á 93. mínútu leiksins. Nani slapp aleinn í gegnum um vörn Man. City eftir skelfileg mistök hjá Vincent Kompany, varnarmanni Man. City. Nani Lék síðan á Joe Hart, markvörð City, og lagði boltann í autt netið.58.mín – Nani er að jafna metinn fyrir Man. Utd. eftir frábært mark hjá þeim rauðklæddu. Þeir gjörsamlega tættu í sundur vörn Man. City en þeir Rooney, Tom Cleverley og Nani léku sér að leikmönnum City sem endaði með marki frá Nani. 2-2 og fróðlegur hálftími eftir af leiknum.51. mín - Chris Smalling er að minnka muninn fyrir Man. Utd. en hann stýrði boltanum í netið eftir fína fyrirgjöf frá Ashley Young beint úr aukaspyrnu. Frábært fyrir leikinn að fá þetta mark. Jonny Evens, Phil Jones og Tom Cleverley komu allir inná í liðinu Man. Utd. í hálfleik og greinilegt að Alex Ferguson, knattspyrnustjóri liðsins er ekki ánægður með gang mála.46. mín - Edin Džeko, leikmaður Man. City, fékk boltann fyrir utan teiginn, snéri sér við og þrumaði knettinum í markið. Nokkuð gott skot en David De Gea átti að gera betur í marki Man. Utd. 2-0 fyrir Man. City í hálfleik og þeir bláklæddu í frábærum málum.37. mín - Joleon Lescott skorar hér einkar glæsilegt mark fyrir Man. City með skalla eftir frábæra sendingu frá David Silva. Man. Utd. hefur verið mun betri aðilinn í leiknum en það er ekki spurt að því í fótbolta. Spurning hvernig Man. Utd. svarar markinu. Þeir David de Gea og Ashley Young eru báðir í byrjunarliði Manchester United sem mætir Manchester City í árlegum leik um Samfélagsskjöldinn á Wembley-leikvanginum í dag. Danny Welbeck er sömuleiðis í byrjunarliði United og verður við hlið Wayne Rooney í fremstu víglínu. Dimitar Berbatov er á varmannabekknum í dag. Mario Balotelli og Edin Dzeko spila í sókn City í dag. Sergio Aguero er því á bekknum ásamt þeim Gael Clichy og Stefan Savic en allir þrír komu til City í sumar. Vísir mun fylgjast með gangi mála í leiknum.Byrjunarlið United: De Gea, Smalling, Ferdinand, Vidic, Evra, Nani, Carrick, Anderson, Young, Rooney, Welbeck.Byrjunarlið City: Hart, Richards, Kompany, Lescott, Kolarov, De Jong, Silva, Yaya, Milner, Balotelli, Dzeko.
Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Sjá meira