Man. Utd. vann Samfélagsskjöldin eftir magnaðan úrslitaleik Stefán Árni Pálsson skrifar 7. ágúst 2011 13:02 Nani fagnar marki sínu í dag. Nordic Photos / Getty Images Manchester United vann stórleikinn gegn Manchester City, 3-2, um Samfélagsskjöldin eftir að hafa lent 2-0 undir. Man. Utd. lék frábærlega í síðari hálfleiknum og sýndi meistaratakta. David De Gea, markvörður Man. Utd, var sennilega manna kátastur eftir leikinn en hann gat gert betur í báðum mörkunum sem United fékk á sig í leiknum. Fylgst var með gangi mála beint á Vísi sem sjá má hér að neðan.93. mín - Nani er að tryggja Manchester United sigurinn á 93. mínútu leiksins. Nani slapp aleinn í gegnum um vörn Man. City eftir skelfileg mistök hjá Vincent Kompany, varnarmanni Man. City. Nani Lék síðan á Joe Hart, markvörð City, og lagði boltann í autt netið.58.mín – Nani er að jafna metinn fyrir Man. Utd. eftir frábært mark hjá þeim rauðklæddu. Þeir gjörsamlega tættu í sundur vörn Man. City en þeir Rooney, Tom Cleverley og Nani léku sér að leikmönnum City sem endaði með marki frá Nani. 2-2 og fróðlegur hálftími eftir af leiknum.51. mín - Chris Smalling er að minnka muninn fyrir Man. Utd. en hann stýrði boltanum í netið eftir fína fyrirgjöf frá Ashley Young beint úr aukaspyrnu. Frábært fyrir leikinn að fá þetta mark. Jonny Evens, Phil Jones og Tom Cleverley komu allir inná í liðinu Man. Utd. í hálfleik og greinilegt að Alex Ferguson, knattspyrnustjóri liðsins er ekki ánægður með gang mála.46. mín - Edin Džeko, leikmaður Man. City, fékk boltann fyrir utan teiginn, snéri sér við og þrumaði knettinum í markið. Nokkuð gott skot en David De Gea átti að gera betur í marki Man. Utd. 2-0 fyrir Man. City í hálfleik og þeir bláklæddu í frábærum málum.37. mín - Joleon Lescott skorar hér einkar glæsilegt mark fyrir Man. City með skalla eftir frábæra sendingu frá David Silva. Man. Utd. hefur verið mun betri aðilinn í leiknum en það er ekki spurt að því í fótbolta. Spurning hvernig Man. Utd. svarar markinu. Þeir David de Gea og Ashley Young eru báðir í byrjunarliði Manchester United sem mætir Manchester City í árlegum leik um Samfélagsskjöldinn á Wembley-leikvanginum í dag. Danny Welbeck er sömuleiðis í byrjunarliði United og verður við hlið Wayne Rooney í fremstu víglínu. Dimitar Berbatov er á varmannabekknum í dag. Mario Balotelli og Edin Dzeko spila í sókn City í dag. Sergio Aguero er því á bekknum ásamt þeim Gael Clichy og Stefan Savic en allir þrír komu til City í sumar. Vísir mun fylgjast með gangi mála í leiknum.Byrjunarlið United: De Gea, Smalling, Ferdinand, Vidic, Evra, Nani, Carrick, Anderson, Young, Rooney, Welbeck.Byrjunarlið City: Hart, Richards, Kompany, Lescott, Kolarov, De Jong, Silva, Yaya, Milner, Balotelli, Dzeko. Mest lesið Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Sjá meira
Manchester United vann stórleikinn gegn Manchester City, 3-2, um Samfélagsskjöldin eftir að hafa lent 2-0 undir. Man. Utd. lék frábærlega í síðari hálfleiknum og sýndi meistaratakta. David De Gea, markvörður Man. Utd, var sennilega manna kátastur eftir leikinn en hann gat gert betur í báðum mörkunum sem United fékk á sig í leiknum. Fylgst var með gangi mála beint á Vísi sem sjá má hér að neðan.93. mín - Nani er að tryggja Manchester United sigurinn á 93. mínútu leiksins. Nani slapp aleinn í gegnum um vörn Man. City eftir skelfileg mistök hjá Vincent Kompany, varnarmanni Man. City. Nani Lék síðan á Joe Hart, markvörð City, og lagði boltann í autt netið.58.mín – Nani er að jafna metinn fyrir Man. Utd. eftir frábært mark hjá þeim rauðklæddu. Þeir gjörsamlega tættu í sundur vörn Man. City en þeir Rooney, Tom Cleverley og Nani léku sér að leikmönnum City sem endaði með marki frá Nani. 2-2 og fróðlegur hálftími eftir af leiknum.51. mín - Chris Smalling er að minnka muninn fyrir Man. Utd. en hann stýrði boltanum í netið eftir fína fyrirgjöf frá Ashley Young beint úr aukaspyrnu. Frábært fyrir leikinn að fá þetta mark. Jonny Evens, Phil Jones og Tom Cleverley komu allir inná í liðinu Man. Utd. í hálfleik og greinilegt að Alex Ferguson, knattspyrnustjóri liðsins er ekki ánægður með gang mála.46. mín - Edin Džeko, leikmaður Man. City, fékk boltann fyrir utan teiginn, snéri sér við og þrumaði knettinum í markið. Nokkuð gott skot en David De Gea átti að gera betur í marki Man. Utd. 2-0 fyrir Man. City í hálfleik og þeir bláklæddu í frábærum málum.37. mín - Joleon Lescott skorar hér einkar glæsilegt mark fyrir Man. City með skalla eftir frábæra sendingu frá David Silva. Man. Utd. hefur verið mun betri aðilinn í leiknum en það er ekki spurt að því í fótbolta. Spurning hvernig Man. Utd. svarar markinu. Þeir David de Gea og Ashley Young eru báðir í byrjunarliði Manchester United sem mætir Manchester City í árlegum leik um Samfélagsskjöldinn á Wembley-leikvanginum í dag. Danny Welbeck er sömuleiðis í byrjunarliði United og verður við hlið Wayne Rooney í fremstu víglínu. Dimitar Berbatov er á varmannabekknum í dag. Mario Balotelli og Edin Dzeko spila í sókn City í dag. Sergio Aguero er því á bekknum ásamt þeim Gael Clichy og Stefan Savic en allir þrír komu til City í sumar. Vísir mun fylgjast með gangi mála í leiknum.Byrjunarlið United: De Gea, Smalling, Ferdinand, Vidic, Evra, Nani, Carrick, Anderson, Young, Rooney, Welbeck.Byrjunarlið City: Hart, Richards, Kompany, Lescott, Kolarov, De Jong, Silva, Yaya, Milner, Balotelli, Dzeko.
Mest lesið Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Sjá meira