Íslenski boltinn

Skagamenn jöfnuðu afrek Valsmanna og FH-inga í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Skagamenn fagna í gær.
Skagamenn fagna í gær. Mynd/Valli
Skagamenn tryggðu sér sæti í Pepsi-deild karla sumarið 2012 eftir að hafa náð í stig á móti ÍR á ÍR-vellinum í gær. Skagamenn þurftu aðeins að ná í eitt stig í síðustu sjö leikjum sínum í 1.deildinni og náðu í það í annarri tilraun eftir tap á móti BÍ/Bolungarvík á föstudaginn var.

Það var Hjörtur Júlíus Hjartarson sem tryggði Skagamönnum úrvalsdeildarsætið með sínu tólfta marki í 1. deildinni í sumar. Hjörtur breyttist þá úr skúrki í hetju því hann hafði klikkað á vítaspyrnu fyrr í leiknum.

Ekkert lið hefur komist fyrr upp síðasta aldarfjórðunginn en Skagamenn jöfnuðu þarna afrek Valsmanna frá 2002 og afrek FH-inga frá 1988. Valsmenn fóru einnig upp í úrvalsdeildina 16. ágúst fyrir níu árum og FH-ingar áttu líka fimm leiki eftir þegar þeir komust upp í úrvalsdeildina 19. ágúst 1988. Valsmenn áttu fjóra leiki eftir sumarið 2002.

Skagamenn urðu ennfremur fyrsta liðið til þess að komast upp í úrvalsdeildina í ágústmánuði síðan að deildin varð tólf liða deild sumarið 2007.

Lið sem hafa komist upp í ágúst frá 1985:

ÍA 2011 (17. umferð, 5 leikir eftir) 16. ágúst

Valur 2002 (14. umferð, 4) 16. ágúst

Fram 2006 (15. umferð, 3) 17. ágúst

Breiðablik 2005 (15. umferð, 3) 18. ágúst

FH 1988 (13. umferð, 5) 19. ágúst

Fylkir 1992 (15. umferð, 3) 22. ágúst

ÍA 1991 (15. umferð, 3) 23. ágúst

Fylkir 1995 (15. umferð, 3) 25. ágúst

Fylkir 1999 (15. umferð, 3) 26. ágúst

Stjarnan 1995 (15. umferð, 3) 26. ágúst

Valur 2004 (16. umferð, 2) 27. ágúst

Keflavík 1992 (16. umferð, 2) 28. ágúst

FH 2000 (16. umferð, 2) 29. ágúst

Keflavík 2003 (16. umferð, 2) 30. ágúst



Hvenær hafa liðin verið að fara upp í úrvalsdeild karla í 12 liða deild:

2011

ÍA 2011 (17. umferð) 16. ágúst

2010

Víkingur (21. umferð) 11. september

Þór (22. umferð) 18. september

2009

Selfoss (20. umferð) 4. september

Haukar (21. umferð) 12. september

2008

ÍBV (21. umferð) 12. september

Stjarnan (22. umferð) 20. september

2007

Fjölnir (21. umferð) 22. september

Grindavík (21. umferð) 22. september

Þróttur (22. umferð) 28. september






Fleiri fréttir

Sjá meira


×