Enski boltinn

Fulham lánar Carlos Salcido heim til Mexíkó

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlos Salcido reynir hér að stoppa Carlos Tevez á síðustu leiktíð.
Carlos Salcido reynir hér að stoppa Carlos Tevez á síðustu leiktíð. Mynd/Nordic Photos/Getty
Bakvörðurinn Carlos Salcido mun ekki spila með Fulham á þessu tímabili því enska félagið hefur lánað leikmanninn heima til Tigres-liðsins í Mexíkó.

Mark Hughes fékk Carlos Salcido til Fulham í fyrra sumar og hann spilaði 23 leiki með Fulham á síðustu leiktíð. Salcido er 31 árs gamall en hann lék með PSV Eindhoven á árunum 2006 til 2010.

Salcido vildi komast frá Englandi eftir að brotist var inn á heimili hans en í kjölfarið flutt öll fjölskylda hans aftur til Mexíkó.

Salcido hefur leikið 92 landsleiki fyrir Mexíkó frá árinu 2004 en hann var með liðinu á undanförnum tveimur heimsmeistarakeppnum í Þýskalandi og Suður-Afríku.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×