Enski boltinn

Villas-Boas: Er ekki að reyna að hafa áhrif á dómarana

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Eins og kunnugt er þá ákvað Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, að senda inn formlega kvörtun til enska knattspyrnusambandsins út af dómgæslunni í leik Man. Utd og Chelsea á dögunum. Villas-Boas segist samt ekki vera að reyna að hafa áhrif á dómgæslu í leikjum Chelsea.

"Þessi kvörtun mun ekki breyta frammistöðu dómara og ég er ekki að reyna að hafa áhrif á ákvarðanir þeirra. Ég er aðeins að benda á að frammistaða dómaranna hafði mikil áhrif á úrslit leiksins," sagði Villas-Boas en fyrstu tvö mörk United í leiknum voru rangstöðumörk.

Villas-Boas segist alls ekki hafa farið fram á að Phil Dowd dæmi ekki fleiri leiki hjá Chelsea.

"Ég myndi aldrei gera það. Leikurinn á að vera mannlegur með öllu sem tilheyrir og staðreyndin er að dómararnir spila stóran þátt í leiknum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×