Íslenski boltinn

FH-ingar kynda Haukana í nýju lagi: Eitt lið í Hafnarfirði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Stefán
Hafnarfjarðarmafían hefur tekið á sig ábyrgðina á slæmu gengi FH-liðsins í sumar en telur að nýtt FH-lag muni breyta öllu. Nýja FH-lagið verður frumflutt á leik FH og Vals í Pepsi-deildinni í kvöld en þar er sterk Hauka-kynding ef marka má heiti lagsins sem er "Eitt lið í Hafnarfirði"

„Nú er þetta orðið nógu spennandi. Þið getið hætt að örvænta. Við verðum Íslandsmeistarar. Nýtt FH lag er tilbúið. Eins og þið flest vitið þá ber ég einn ábyrgð á slæmu gengi okkar manna þetta sumar vegna þess að ég var ekki búinn að semja Íslandsmeistaralagið þetta árið. Við í Hafnarfjarðarmafíunni fengum eðal FH-inginn Friðrik Dór til að syngja lagið með okkur og eðal drengina í Stop wait go til að útsetja það með dyggri aðstoð Friðriks," segir í Halli í fréttatilkynningu í dag sem var birt inn á Stuðningsmannasíðu FH-inga.

Leikur FH og Vals í 12. umferð Pepsi-deildar karla hefst klukkan 20.00 og er í beinni útsendingu á Stöð2 Sport.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×