Íslenski boltinn

Kristján: Gerðum of mörg mistök

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Kristján Guðmundsson þjálfari Vals.
Kristján Guðmundsson þjálfari Vals. Mynd/Daníel
Kristján Guðmundsson þjálfari Vals var ekki sáttur við að sjá lið sitt missa unninn leik úr höndunum eftir að FH missti leikmann af leikvelli snemma í seinni hálleik.

„Maður á eftir að sjá hvað gerist í leiknum annað en vinnuframlag en við fáum á okkur annað markið strax eftir rauða spjaldið og það verður sennilega of mikið áfall að við náum okkur ekki út úr því. Við gerum of mörg mistök í þessum leik til að réttlæta að við vinnum en við vorum á leiðinni að vinna þenna leik í stöðunni 2-1,“ sagði Kristján.

Valur hóf seinni hálfleikinn vel og var mun sterkari aðilinn þangað til Pétur var rekinn af leikvelli. „Það hefði verið gott að ná inn marki, við vorum þokkalega nálægt því en ekki nægjanlega.“

Það hefur stundum sýnt sig að lið eflast við að missa leikmenn af leikvelli og það var raunin með FH í kvöld. „Þegar maður snýr þessu upp í ákveðna reiði gagnvart dómnum, að reka útaf, þá tvíeflast menn og hlaupa meira á reiðinni,“ sagði Kristján sem var alls ekki sáttur við leik sinna manna undir lokin þegar liðið freistaði þess að jafna metin.

„Við leystum illa út úr þessu í lokin. Við vorum með ágætis tilraunir á markið en ekki nógu afgerandi færi,“ sagði Kristján að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×