Enski boltinn

Leikmenn Chelsea spila tölvuleik á risaskjá

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Fjórir leikmenn Chelsea - Nicolas Anelka, Branislav Ivanovic, David Luiz og Paulo Ferreira - tóku þátt í afar óvenjulegri uppákomu á dögunum sem var á vegum veðbanka í Bretlandi. Uppákoman fór fram í yfirgefnu vöruhúsi í Bretlandi.

Þar spiluðu þeir tölvuleikinn Space Invaders á risaskjá. Leikurinn var lifandi því þeir spörkuðu fótboltum í skjáinn og reyndu með því að drepa innrásarliðið.

Sjá má myndband af þessari uppákomu hér að ofan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×