Einhleypir karlmenn lengur við heimilisstörf en konur Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. febrúar 2011 22:00 Það liggur svo sem ekkert fyrir um það hvort karlar eða konur verji meiri tíma í það að taka úr uppþvottavélinni. Mynd/ AFP. Einhleypir íslenskir karlmenn verja töluvert meiri tíma við heimilisstörf, en einhleypar konur samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem Kolbeinn Hólmar Stefánsson félagsfræðingur við HÍ er að vinna ásamt Þóru Kristínu Þórsdóttur, doktorsnema í félagsfræði við Manchesterháskóla. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar verja einhleypir, barnslausir karlmenn að meðaltali rétt rúmlega tólf klukkustundum á viku í heimilisstörf. Einhleypar, barnslausar konur verja hins vegar rétt um níu klukkustundum á viku í heimilisstörf. Þrátt fyrir þetta verja karlarnir að meðaltali um 56 klukkustundum á viku í launaða vinnu en konur einungis um 42. Dæmið snýst hins vegar við þegar fólk er komið í sambúð. Konur í fullu starfi, í hjúskap og með börn verja nefnilega að meðaltali um 14 klukkustundum á viku í heimilisstörf, en karlar í fullu starfi, í hjúskap með börn um fjórum klukkustundum minna. Eftir sem áður verja karlarnir meiri tíma í launaða vinnu. Þau Kolbeinn og Þóra Kristín segja að skýringin á þessum mislanga tíma sem fari í heimilisstörf hjá körlum og konum eftir því hvort þau eru einhleyp eða í sambúð sé tvíþætt. Annars vegar sé um að ræða að fólk sé með fyrirfram mótaðar hugmyndir um hlutverk kynjanna inni á heimilinu. Þegar karlmaður og kona taki upp sambúð, þá taki konan yfir verkefni sem karlinn sinnti á meðan hann var einn og þykja ef til vill falla frekar undir kvennastörf. Hins vegar megi segja að þó að einhleypur karlmaður verji fleiri klukkustundum við heimilisstörf en einhleyp kona að þá sé ekki þar með hægt að fullyrða að karlmaðurinn vinni fleiri heimilisverk. Skýringin geti einfaldlega verið sú að konan sé skilvirkari við heimilisstörfin og þurfi því minni tíma í þau. Þóra Kristín segir mikilvægt að hafa í huga að á því rómantíska tímabili þegar fólk er að taka upp sambúð verði verkskiptingin oft til, en án þess að hún sé rædd í þaula. „Þetta er svona rómantískt tímabil þar sem fólk vill leggja ýmislegt á sig til að þóknast makanum og það er þarna sem verkskiptingin verður til," segir Þóra Kristín. Fólk setjist hins vegar aldrei niður til þess að ræða verkskiptinguna og ákveða hana í sameiningu. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Einhleypir íslenskir karlmenn verja töluvert meiri tíma við heimilisstörf, en einhleypar konur samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem Kolbeinn Hólmar Stefánsson félagsfræðingur við HÍ er að vinna ásamt Þóru Kristínu Þórsdóttur, doktorsnema í félagsfræði við Manchesterháskóla. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar verja einhleypir, barnslausir karlmenn að meðaltali rétt rúmlega tólf klukkustundum á viku í heimilisstörf. Einhleypar, barnslausar konur verja hins vegar rétt um níu klukkustundum á viku í heimilisstörf. Þrátt fyrir þetta verja karlarnir að meðaltali um 56 klukkustundum á viku í launaða vinnu en konur einungis um 42. Dæmið snýst hins vegar við þegar fólk er komið í sambúð. Konur í fullu starfi, í hjúskap og með börn verja nefnilega að meðaltali um 14 klukkustundum á viku í heimilisstörf, en karlar í fullu starfi, í hjúskap með börn um fjórum klukkustundum minna. Eftir sem áður verja karlarnir meiri tíma í launaða vinnu. Þau Kolbeinn og Þóra Kristín segja að skýringin á þessum mislanga tíma sem fari í heimilisstörf hjá körlum og konum eftir því hvort þau eru einhleyp eða í sambúð sé tvíþætt. Annars vegar sé um að ræða að fólk sé með fyrirfram mótaðar hugmyndir um hlutverk kynjanna inni á heimilinu. Þegar karlmaður og kona taki upp sambúð, þá taki konan yfir verkefni sem karlinn sinnti á meðan hann var einn og þykja ef til vill falla frekar undir kvennastörf. Hins vegar megi segja að þó að einhleypur karlmaður verji fleiri klukkustundum við heimilisstörf en einhleyp kona að þá sé ekki þar með hægt að fullyrða að karlmaðurinn vinni fleiri heimilisverk. Skýringin geti einfaldlega verið sú að konan sé skilvirkari við heimilisstörfin og þurfi því minni tíma í þau. Þóra Kristín segir mikilvægt að hafa í huga að á því rómantíska tímabili þegar fólk er að taka upp sambúð verði verkskiptingin oft til, en án þess að hún sé rædd í þaula. „Þetta er svona rómantískt tímabil þar sem fólk vill leggja ýmislegt á sig til að þóknast makanum og það er þarna sem verkskiptingin verður til," segir Þóra Kristín. Fólk setjist hins vegar aldrei niður til þess að ræða verkskiptinguna og ákveða hana í sameiningu.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira