Sunndagsmessan með þeim Guðmundi Benediktssyni og Hjörvari Hafliðasyni var á sínum stað á Stöð2Sport2 í gær en gestur þáttarins var Lúðvík Arnarson, varaformann knattspyrnudeildar FH, en hann er mikill stuðningsmaður Arsenal. Þeir félagar ræddu mikið um lið Arsenal og hvort Wenger væri jafnvel komin á endastöð með liðið.
„Maður mætti hingað og vonaði að tapið yrði ekki jafn stórt og hjá Tottenham fyrr í dag," sagði Lúðvík Arnarson, í Sunnudagsmessunni í gær.
„Leikur liðsins án bolta er skelfilegur og öll varnarvinnan var til áborinnar skammar. Liðið leit út eins og hópur af byrjendum".
„Maður veltir því fyrir sér hvað á að gera við þjálfara sem tapar 8-2," sagði Hjörvar Hafliðason í þættinum í gær.
Myndskeið úr þættinum má sjá hér að ofan.
Sunnudagsmessan: Er Wenger kominn á endastöð með Arsenal?
Stefán Árni Pálsson skrifar
Mest lesið





Skórnir hennar seldust upp á mínútu
Körfubolti

„Ég var bara með niðurgang“
Fótbolti


„Heilt yfir var ég bara sáttur“
Fótbolti

