Umfjöllun: KR-ingar teknir í kennslustund á heimavelli Kolbeinn Tumi Daðason á KR-velli skrifar skrifar 28. júlí 2011 16:56 Mynd/Hag KR-ingar steinlágu 1-4 gegn Dinamo Tbilisi frá Georgíu í fyrri leik liðanna í 3. umferð undankeppni Evrópudeildar í kvöld. Eftir að hafa fengið óskabyrjun og komist yfir sneru gestirnir leiknum sér í hag og unnu að lokum þægilegan sigur. KR-ingar fengu draumabyrjun í leiknum þegar Guðjón Baldvinsson kom þeim í 1-0 á 2. mínútu og skömmu síðar átti Kjartan Henry Finnbogason skot í varnarmann sem small í stönginni. Eftir fjörugar upphafsmínútur róaðist leikurinn aðeins og nokkuð jafnræði var með liðunum. Miðverðir gestanna virkuðu óöruggir og um miðjan hálfleikinn komst Guðjón Baldvinsson aftur einn gegn markverði gestanna. Í þetta skiptið var hann of lengi að athafna sig og náði ekki almennilegu skoti. Á 38. mínútu jöfnuðu Georgíumennirnir leikinn. Eftir harða sókn KR-inga hrökk boltinn af varnarmanni gestanna tilbaka á markvörðinn sem tók hann upp með höndum. KR-ingar vildu fá óbeina aukaspyrnu en ekkert dæmt. Á meðan KR-ingar svekktu sig á hlutunum nýttu Tbilisi menn tímann vel. Þeir brunuðu í sókn sem lauk með fallegu marki. Staðan jöfn og þannig stóðu lelikar í hálfleik. Í síðari hálfleiknum komu KR-ingar aftur grimmir til leiks og snemma í hálfleiknum fékk Kjartan Henry dauðafæri. Þá skallaði Grétar Sigfinnur hornspyrnu að marki og Kjartan stóð á markteig og skaut. Því miður fyrir Kjartan og aðra KR-inga hitti hann beint í markvörðinn og úr varð því stórbrotinn markvarsla í stað mikilvægs marks. Á stundarfjórðungi gengu gestirnir svo frá leiknum. Þeir skoruðu tvö snyrtileg mörk og eitt úr víti og uppgjafartónn hjá KR-ingum í stúkunni. Leikurinn var galopinn síðasta korterið og gátu bæði lið bætt við mörkum en tókst ekki. Lokatölurnar 4-1 og útlitið dökkt fyrir síðari leikinn í Georgíu að viku liðinni. KR-ingar þurftu að gera tvær breytingar á byrjunarliði sínu vegna meiðsla Bjarna Guðjónssonar og veikinda Magnúsar Más Lúðvíkssonar. Ásgeir Örn Ólafsson og Dofri Snorrason náðu ekki að fylla í þeirra skörð enda erfitt að gera kröfu um slíkt. Hér fyrir má sjá allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, leikmannahópa liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum. Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Fótbolti Fleiri fréttir Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Sjá meira
KR-ingar steinlágu 1-4 gegn Dinamo Tbilisi frá Georgíu í fyrri leik liðanna í 3. umferð undankeppni Evrópudeildar í kvöld. Eftir að hafa fengið óskabyrjun og komist yfir sneru gestirnir leiknum sér í hag og unnu að lokum þægilegan sigur. KR-ingar fengu draumabyrjun í leiknum þegar Guðjón Baldvinsson kom þeim í 1-0 á 2. mínútu og skömmu síðar átti Kjartan Henry Finnbogason skot í varnarmann sem small í stönginni. Eftir fjörugar upphafsmínútur róaðist leikurinn aðeins og nokkuð jafnræði var með liðunum. Miðverðir gestanna virkuðu óöruggir og um miðjan hálfleikinn komst Guðjón Baldvinsson aftur einn gegn markverði gestanna. Í þetta skiptið var hann of lengi að athafna sig og náði ekki almennilegu skoti. Á 38. mínútu jöfnuðu Georgíumennirnir leikinn. Eftir harða sókn KR-inga hrökk boltinn af varnarmanni gestanna tilbaka á markvörðinn sem tók hann upp með höndum. KR-ingar vildu fá óbeina aukaspyrnu en ekkert dæmt. Á meðan KR-ingar svekktu sig á hlutunum nýttu Tbilisi menn tímann vel. Þeir brunuðu í sókn sem lauk með fallegu marki. Staðan jöfn og þannig stóðu lelikar í hálfleik. Í síðari hálfleiknum komu KR-ingar aftur grimmir til leiks og snemma í hálfleiknum fékk Kjartan Henry dauðafæri. Þá skallaði Grétar Sigfinnur hornspyrnu að marki og Kjartan stóð á markteig og skaut. Því miður fyrir Kjartan og aðra KR-inga hitti hann beint í markvörðinn og úr varð því stórbrotinn markvarsla í stað mikilvægs marks. Á stundarfjórðungi gengu gestirnir svo frá leiknum. Þeir skoruðu tvö snyrtileg mörk og eitt úr víti og uppgjafartónn hjá KR-ingum í stúkunni. Leikurinn var galopinn síðasta korterið og gátu bæði lið bætt við mörkum en tókst ekki. Lokatölurnar 4-1 og útlitið dökkt fyrir síðari leikinn í Georgíu að viku liðinni. KR-ingar þurftu að gera tvær breytingar á byrjunarliði sínu vegna meiðsla Bjarna Guðjónssonar og veikinda Magnúsar Más Lúðvíkssonar. Ásgeir Örn Ólafsson og Dofri Snorrason náðu ekki að fylla í þeirra skörð enda erfitt að gera kröfu um slíkt. Hér fyrir má sjá allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, leikmannahópa liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum.
Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Fótbolti Fleiri fréttir Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Sjá meira