Enski boltinn

Redknapp: Modric fer ekki neitt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Luka Modric í leik með Tottenham.
Luka Modric í leik með Tottenham. Nordic Photos / Getty Images
Harry Redknapp hefur enn og aftur ítrekað að Luka Modric sé ekki á leiðinni til Chelsea. Hann verði um kyrrt hjá Tottenham.

Hann vill að stjórnarformaður félagsins, Daniel Levy, setjist niður með Modric til að ræða málin almennilega og hreinsa loftið.

Modric hefur verið sagður viljugur til að fara til Chelsea en Tottenham hefur þegar hafnað tilboðum upp á 22 og 27 milljónir punda í kappannn. Modric var ekki í leikmannahópi liðsins í leiknum gegn Manchester United í gær.

„Þetta hefur verið vandamál sem okkur tekst vonandi að leysa. Við viljum ljúka þessu máli,“ sagði Redknapp við enska fjölmiðla eftir leikinn í gær. „En ég er handviss um að Modric fari ekki. Stjórnarformaðurinn er harðákveðinn í sinni afstöðu.“

„Það þjónar engum tilgangi að selja hann nú því það mun ekki gefast tími til að finna annan leikmann í hans stað. Hann vildi vissulega fara en þetta mál hefur gert hann ringlaðan í kollinum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×