Enski boltinn

Mata hafnaði Arsenal og Tottenham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / AFP
Juan Mata, sem er við það að ganga til liðs við Chelsea, greinir frá því að hann hafi hafnað bæði Tottenham og Arsenal í sumar.

Gengið verður frá samningi Mata við Chelsea í dag en félagið mun greiða um 25 milljónir punda fyrir hann. Mata hefur verið á mála hjá Valencia á Spáni.

„Ég vildi koma til Englands til að vinna titla. Þess vegna ákvað ég að taka tilboði Chelsea,“ sagði Mata í samtali við enska fjölmiðla.

„Þetta snerist um að ná árangri - ekki um launaumslagið. Arsenal og Tottenham vildu einnig fá mig en þau standast ekki Chelsea samanburð. Ég vil vinna enska meistaratitilinn og sá möguleiki er fyrir hendi hjá Chelsea.“

„Fernando Torres hjálpaði mér að taka þessa ákvörðun en samtal mitt við Andre Villas-Boas réði úrslitum. Hann útskýrði fyrir mér að hann muni láta liðið spila 4-3-3 og hvernig hlutverki ég muni gegna í því kerfi.“

„Frank Lampard er risi í knattspyrnuheiminum og það er ótrúleg tilhugsun að fá að spila við hans hlið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×