Íslenski boltinn

Lennon skoraði ekki þrennu í gær - myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steven Lennon, leikmaður Fram, skoraði ekki þrennu í 3-1 sigri liðsins gegn Val í gær þar sem þriðja markið reyndist vera sjálfsmark Atla Sveins Þórarinssonar.

Þetta sést á sjónvarpsmyndum frá leiknum í gær auk þess sem að Vísir fékk það einnig staðfest úr herbúðum Vals að um sjálfsmark hafi verið að ræða.

Lennon er þó enn skráður fyrir markinu á skýrslu KSÍ sem á þó enn eftir að staðfesta.

Smelltu á hlekkinn hér fyrir ofan til að sjá myndband af umræddu marki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×