Enski boltinn

Nýliðarnir í úrvalsdeildinni duttu úr enska deildabikarnum í kvöld

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Leikmenn Brighton fagna sigurmarki sínu í kvöld.
Leikmenn Brighton fagna sigurmarki sínu í kvöld. Nordic Photos/Getty Images
Norwich, QPR og Swansea eru dottin úr leik í ensku deildarbikarkeppninni í knattspyrnu. Sömu sögu má segja um Sunderland. Fjölmargir leikir fóru fram í 2. umferð keppninnar í kvöld.

Norwich steinlá á heimavelli gegn Milton Keynes Dons 4-0. Meðal markaskorara í leiknum var Luke Chadwick fyrrum liðsmaður Manchester United.

QPR tapaði fyrir Rochdale 2-0 á Loftus Road. Jean-Louis Akpro skoraði snemma leiks og Gary Jones tryggði Rochdale sæti í 3. umferð keppninnar með marki skömmu fyrir leikslok.

Swansea sótti ekki gull í greipar Shrewbury og tapaði 3-1. Marvin Morgan, Mark Wright og Nicky Woe skoruðu mörk heimamanna en mark gestanna var sjálfsmark.

Sunderland var fjórða úrvalsdeildarliðið til þess að falla úr keppni. Liðið tapaði 1-0 gegn Brighton & Hove Albion í framlengdum leik. Lærisveinar Gustavo Poyet halda áfram að koma á óvart en þeir eru ósigraðir í Championship-deildinni.

Aston Villa lenti ekki í vandræðum með Hereford, Wolves vann Liverpool-banana frá því í fyrra frá Northampton og West Brom vann öruggan sigur á Bournemoth.

Úrslit kvöldsins

Crystal Palace 2 - 0 Crawley

Aston Villa 2 - 0 Hereford U.

Bournemouth 1 - 4 West Bromwich A.

Brighton & Hove A. 1 - 0 Sunderland eftir framlengingu

Bristol R. * 1 - 1 Watford

Bristol vann í vítaspyrnukeppni

Burnley 3 - 2 Barnet eftir framlengingu

Bury 2 - 4 Leicester C.

Cardiff C. 5 - 3 Huddersfield T. eftir framlengingu

Charlton Athletic 2 - 1 Reading

Doncaster R. 1 - 2 Leeds U.

Millwall 2 - 0 Morecambe

Northampton T. 0 - 4 Wolverhampton W.

Norwich C. 0 - 4 Milton Keynes Dons

Queens Park R. 0 - 2 Rochdale

Shrewsbury T. 3 - 1 Swansea C.

Wycombe W. 1 - 4 Nottingham F.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×