Eftir að hafa komið inn með miklum látum og tekið forystuna í skoðanakönnunum umsvifalaust hefur Rick Perry tapað fylgi eftir slælega frammistöðu í kappræðum undanfarið. Hann og Mitt Romney skiptast nú á að leiða milli kannana en allt púður virðist úr Michelle Bachmann í bili og fylgið hrynur af henni.
Kannanir sem bera saman fylgi repúblikana við Barack Obama forseta leiða í ljós að Romney kemur best út en á þó enn nokkuð í land. Mat fjölmargra stjórnmálagreinenda er að svo virðist sem enginn núverandi frambjóðenda eigi raunhæfa möguleika á að leggja Obama að velli.
Perry og Romney leiða hópinn
