Liverpool vann 2-0 sigur á tíu mönnum Everton Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2011 11:15 Mynd/Nordic Photos/Getty Liverpool vann 2-0 sigur á nágrönnum sínum í Everton í 216. Merseyside-slagnum á Goodison Park í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool fór alla leið upp í 4. sæti deildarinnar með þessum sigri en það gæti breyst þegar hinir leikirnir í umferðinni klárast. Liverpool var manni fleiri í 68 mínútur en þurfti að bíða þangað til á 71. mínútu til að brjóta loksins ísinn á móti baráttuglöðum Everton-mönnum sem þurftu ósanngjarnt að spila tíu á móti ellefu. Everton byrjaði leikinn mun betur og þeir Tim Cahill, Louis Saha og Sylvain Distin fengu allir fín færi á upphafsmínútunum en á móti var Luis Suarez klaufi að skora ekki úr frábæru skallafæri hinum megin. Leikurinn breyttist hinsvegar á 22. mínútu þegar Martin Atkinson dómari reif upp rauða spjaldið og rak Jack Rodwell útaf fyrir tæklingu á Luis Suarez. Þetta var hræðileg ákvörðun því þetta var ekki rautt, varla gult og eiginlega ekki einu sinni brot því Rodwell virtist vinna boltann. Dirk Kuyt fékk frábært færi til að koma Liverpool yfir á 44. mínútu þegar Phil Jagielka felldi Luis Suárez innan teigs og Martin Atkinson dæmdi víti. Tim Howard varði hinsvegar vítaspyrnuna frá Kuyt. Charlie Adam átti skömmu seinn þrumuskot í slá en tíu menn Everton sluppu með skrekkinn og fóru með hreint mark inn í hálfleik. Liverpool þurfti að bíða í rúmar 70 mínútur eftir fyrsta markinu en þeir Craig Bellamy og Steven Gerrard voru skömmu áður komnir inn á völlinn. Andy Carroll, líklegast slakasti maður vallarsins, skoraði fyrsta markið á 71. mínútu eftir sendingu José Enrique og undirbúning Bellamy. Carroll skoraði því í fyrsta Merseyside-slagnum sínum. Luis Suarez bætti við öðru marki á 82. mínútu leiksins eftir varnarmistök Leighton Baines og Sylvain Distin. Boltinn féll fyrir fætur Suarez í teignum og hann skoraði örugglega. Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Jordan lagði NASCAR Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Enski boltinn Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Liðið sem gerir stólpagrín að xG Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Fleiri fréttir Man. United - Wolves | Tekst Úlfunum að sækja fyrsta sigurinn? Arsenal - Aston Villa | Geta jafnað toppliðið með tólfta sigrinum í röð Chelsea - Bournemouth | Síðasti leikur Semenyo? „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Sjá meira
Liverpool vann 2-0 sigur á nágrönnum sínum í Everton í 216. Merseyside-slagnum á Goodison Park í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool fór alla leið upp í 4. sæti deildarinnar með þessum sigri en það gæti breyst þegar hinir leikirnir í umferðinni klárast. Liverpool var manni fleiri í 68 mínútur en þurfti að bíða þangað til á 71. mínútu til að brjóta loksins ísinn á móti baráttuglöðum Everton-mönnum sem þurftu ósanngjarnt að spila tíu á móti ellefu. Everton byrjaði leikinn mun betur og þeir Tim Cahill, Louis Saha og Sylvain Distin fengu allir fín færi á upphafsmínútunum en á móti var Luis Suarez klaufi að skora ekki úr frábæru skallafæri hinum megin. Leikurinn breyttist hinsvegar á 22. mínútu þegar Martin Atkinson dómari reif upp rauða spjaldið og rak Jack Rodwell útaf fyrir tæklingu á Luis Suarez. Þetta var hræðileg ákvörðun því þetta var ekki rautt, varla gult og eiginlega ekki einu sinni brot því Rodwell virtist vinna boltann. Dirk Kuyt fékk frábært færi til að koma Liverpool yfir á 44. mínútu þegar Phil Jagielka felldi Luis Suárez innan teigs og Martin Atkinson dæmdi víti. Tim Howard varði hinsvegar vítaspyrnuna frá Kuyt. Charlie Adam átti skömmu seinn þrumuskot í slá en tíu menn Everton sluppu með skrekkinn og fóru með hreint mark inn í hálfleik. Liverpool þurfti að bíða í rúmar 70 mínútur eftir fyrsta markinu en þeir Craig Bellamy og Steven Gerrard voru skömmu áður komnir inn á völlinn. Andy Carroll, líklegast slakasti maður vallarsins, skoraði fyrsta markið á 71. mínútu eftir sendingu José Enrique og undirbúning Bellamy. Carroll skoraði því í fyrsta Merseyside-slagnum sínum. Luis Suarez bætti við öðru marki á 82. mínútu leiksins eftir varnarmistök Leighton Baines og Sylvain Distin. Boltinn féll fyrir fætur Suarez í teignum og hann skoraði örugglega.
Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Jordan lagði NASCAR Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Enski boltinn Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Liðið sem gerir stólpagrín að xG Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Fleiri fréttir Man. United - Wolves | Tekst Úlfunum að sækja fyrsta sigurinn? Arsenal - Aston Villa | Geta jafnað toppliðið með tólfta sigrinum í röð Chelsea - Bournemouth | Síðasti leikur Semenyo? „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Sjá meira