Liverpool vann 2-0 sigur á tíu mönnum Everton Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2011 11:15 Mynd/Nordic Photos/Getty Liverpool vann 2-0 sigur á nágrönnum sínum í Everton í 216. Merseyside-slagnum á Goodison Park í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool fór alla leið upp í 4. sæti deildarinnar með þessum sigri en það gæti breyst þegar hinir leikirnir í umferðinni klárast. Liverpool var manni fleiri í 68 mínútur en þurfti að bíða þangað til á 71. mínútu til að brjóta loksins ísinn á móti baráttuglöðum Everton-mönnum sem þurftu ósanngjarnt að spila tíu á móti ellefu. Everton byrjaði leikinn mun betur og þeir Tim Cahill, Louis Saha og Sylvain Distin fengu allir fín færi á upphafsmínútunum en á móti var Luis Suarez klaufi að skora ekki úr frábæru skallafæri hinum megin. Leikurinn breyttist hinsvegar á 22. mínútu þegar Martin Atkinson dómari reif upp rauða spjaldið og rak Jack Rodwell útaf fyrir tæklingu á Luis Suarez. Þetta var hræðileg ákvörðun því þetta var ekki rautt, varla gult og eiginlega ekki einu sinni brot því Rodwell virtist vinna boltann. Dirk Kuyt fékk frábært færi til að koma Liverpool yfir á 44. mínútu þegar Phil Jagielka felldi Luis Suárez innan teigs og Martin Atkinson dæmdi víti. Tim Howard varði hinsvegar vítaspyrnuna frá Kuyt. Charlie Adam átti skömmu seinn þrumuskot í slá en tíu menn Everton sluppu með skrekkinn og fóru með hreint mark inn í hálfleik. Liverpool þurfti að bíða í rúmar 70 mínútur eftir fyrsta markinu en þeir Craig Bellamy og Steven Gerrard voru skömmu áður komnir inn á völlinn. Andy Carroll, líklegast slakasti maður vallarsins, skoraði fyrsta markið á 71. mínútu eftir sendingu José Enrique og undirbúning Bellamy. Carroll skoraði því í fyrsta Merseyside-slagnum sínum. Luis Suarez bætti við öðru marki á 82. mínútu leiksins eftir varnarmistök Leighton Baines og Sylvain Distin. Boltinn féll fyrir fætur Suarez í teignum og hann skoraði örugglega. Mest lesið Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Liverpool vann 2-0 sigur á nágrönnum sínum í Everton í 216. Merseyside-slagnum á Goodison Park í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool fór alla leið upp í 4. sæti deildarinnar með þessum sigri en það gæti breyst þegar hinir leikirnir í umferðinni klárast. Liverpool var manni fleiri í 68 mínútur en þurfti að bíða þangað til á 71. mínútu til að brjóta loksins ísinn á móti baráttuglöðum Everton-mönnum sem þurftu ósanngjarnt að spila tíu á móti ellefu. Everton byrjaði leikinn mun betur og þeir Tim Cahill, Louis Saha og Sylvain Distin fengu allir fín færi á upphafsmínútunum en á móti var Luis Suarez klaufi að skora ekki úr frábæru skallafæri hinum megin. Leikurinn breyttist hinsvegar á 22. mínútu þegar Martin Atkinson dómari reif upp rauða spjaldið og rak Jack Rodwell útaf fyrir tæklingu á Luis Suarez. Þetta var hræðileg ákvörðun því þetta var ekki rautt, varla gult og eiginlega ekki einu sinni brot því Rodwell virtist vinna boltann. Dirk Kuyt fékk frábært færi til að koma Liverpool yfir á 44. mínútu þegar Phil Jagielka felldi Luis Suárez innan teigs og Martin Atkinson dæmdi víti. Tim Howard varði hinsvegar vítaspyrnuna frá Kuyt. Charlie Adam átti skömmu seinn þrumuskot í slá en tíu menn Everton sluppu með skrekkinn og fóru með hreint mark inn í hálfleik. Liverpool þurfti að bíða í rúmar 70 mínútur eftir fyrsta markinu en þeir Craig Bellamy og Steven Gerrard voru skömmu áður komnir inn á völlinn. Andy Carroll, líklegast slakasti maður vallarsins, skoraði fyrsta markið á 71. mínútu eftir sendingu José Enrique og undirbúning Bellamy. Carroll skoraði því í fyrsta Merseyside-slagnum sínum. Luis Suarez bætti við öðru marki á 82. mínútu leiksins eftir varnarmistök Leighton Baines og Sylvain Distin. Boltinn féll fyrir fætur Suarez í teignum og hann skoraði örugglega.
Mest lesið Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira