Bönkum gert að tryggja sig betur 27. október 2011 00:30 Enn einn neyðarfundurinn Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta var greinilega mikið niðri fyrir þegar hann ræddi við José Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar.nordicphotos/AFP „Heimurinn fylgist með Þýskalandi og Evrópu,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari á þýska þinginu í gær, áður en hún hélt til Brussel þar sem hún reyndi ásamt hinum leiðtogum Evrópusambandsríkjanna að finna lausnir á skuldakreppunni. Framan af degi var beðið kosningar á þýska þinginu, þar sem líkleg niðurstaða leiðtogafundarins var fyrir fram borin undir atkvæði þýskra þingmanna, og samþykkt með miklum meirihluta. Spenna ríkti einnig á Ítalíu, þar sem Silvio Berlusconi tókst á síðustu stundu að forða falli stjórnar sinnar með því að semja við Norðurbandalagið, einn þriggja flokka samsteypustjórnar hans, um að eftirlaunaaldur yrði smátt og smátt hækkaður úr 65 árum í 67 ár fram til ársins 2025. Óljósar fréttir bárust af því að Berlusconi hefði lofað Norðurbandalaginu í staðinn að segja af sér í byrjun næsta árs. Um leið tryggði Berlusconi að leiðtogafundurinn í Brussel gæti gengið út frá því að Ítalía stæði við að minnsta kosti eitthvað af þeim sparnaðaráformum sem nauðsynleg þykja til að koma ríkisrekstri Ítalíu smám saman í betra horf. Leiðtogafundirnir í Brussel voru reyndar tveir í gær. Fyrst hittust leiðtogar allra ESB-ríkjanna, samtals 27, en síðar um kvöldið settust sautján þeirra aftur að fundarhöldum, nefnilega leiðtogar evruríkjanna sautján. Á fyrri fundinum voru afgreiddar þær kröfur sem Evrópusambandið hyggst gera til banka og fjármálafyrirtækja. Bankarnir eiga fyrir mitt næsta ár að hafa hækkað eiginfjárhlutfall sitt upp í níu prósent. Þetta fé, sem talið er þurfa að vera yfir hundrað milljarðar evra, eiga bankarnir að útvega sér sjálfir og verða að halda aftur af sér með greiðslu kaupauka eða arðs þangað til sú fjármögnun hefur tekist. Dugi það ekki til mega þeir leita á náðir ríkissjóðs, hver í sínu landi, en einungis ef allt um þrýtur geta þeir leitað til neyðarsjóðs Evrópusambandsins. Á leiðtogafundi evruríkjanna, sem hófst strax að hinum loknum, var síðan rætt um að fá bankana til þess að fella niður meira af skuldum Grikklands og annarra evruríkja en þau 21 prósent, eða 37 milljarða evra, sem þeir samþykktu að fella niður síðasta sumar. Loks var rætt um að styrkja mjög neyðarsjóð Evrópusambandsins, sem áður hafði verið stækkaður úr 250 milljörðum evra í 440 milljarða. Þær málamiðlanir sem voru að fæðast í gærkvöld voru þó strax gagnrýndar, eins og reyndar var búist við fyrir fram, fyrir að vera hvorki nógu afgerandi né ótvíræðar. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
„Heimurinn fylgist með Þýskalandi og Evrópu,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari á þýska þinginu í gær, áður en hún hélt til Brussel þar sem hún reyndi ásamt hinum leiðtogum Evrópusambandsríkjanna að finna lausnir á skuldakreppunni. Framan af degi var beðið kosningar á þýska þinginu, þar sem líkleg niðurstaða leiðtogafundarins var fyrir fram borin undir atkvæði þýskra þingmanna, og samþykkt með miklum meirihluta. Spenna ríkti einnig á Ítalíu, þar sem Silvio Berlusconi tókst á síðustu stundu að forða falli stjórnar sinnar með því að semja við Norðurbandalagið, einn þriggja flokka samsteypustjórnar hans, um að eftirlaunaaldur yrði smátt og smátt hækkaður úr 65 árum í 67 ár fram til ársins 2025. Óljósar fréttir bárust af því að Berlusconi hefði lofað Norðurbandalaginu í staðinn að segja af sér í byrjun næsta árs. Um leið tryggði Berlusconi að leiðtogafundurinn í Brussel gæti gengið út frá því að Ítalía stæði við að minnsta kosti eitthvað af þeim sparnaðaráformum sem nauðsynleg þykja til að koma ríkisrekstri Ítalíu smám saman í betra horf. Leiðtogafundirnir í Brussel voru reyndar tveir í gær. Fyrst hittust leiðtogar allra ESB-ríkjanna, samtals 27, en síðar um kvöldið settust sautján þeirra aftur að fundarhöldum, nefnilega leiðtogar evruríkjanna sautján. Á fyrri fundinum voru afgreiddar þær kröfur sem Evrópusambandið hyggst gera til banka og fjármálafyrirtækja. Bankarnir eiga fyrir mitt næsta ár að hafa hækkað eiginfjárhlutfall sitt upp í níu prósent. Þetta fé, sem talið er þurfa að vera yfir hundrað milljarðar evra, eiga bankarnir að útvega sér sjálfir og verða að halda aftur af sér með greiðslu kaupauka eða arðs þangað til sú fjármögnun hefur tekist. Dugi það ekki til mega þeir leita á náðir ríkissjóðs, hver í sínu landi, en einungis ef allt um þrýtur geta þeir leitað til neyðarsjóðs Evrópusambandsins. Á leiðtogafundi evruríkjanna, sem hófst strax að hinum loknum, var síðan rætt um að fá bankana til þess að fella niður meira af skuldum Grikklands og annarra evruríkja en þau 21 prósent, eða 37 milljarða evra, sem þeir samþykktu að fella niður síðasta sumar. Loks var rætt um að styrkja mjög neyðarsjóð Evrópusambandsins, sem áður hafði verið stækkaður úr 250 milljörðum evra í 440 milljarða. Þær málamiðlanir sem voru að fæðast í gærkvöld voru þó strax gagnrýndar, eins og reyndar var búist við fyrir fram, fyrir að vera hvorki nógu afgerandi né ótvíræðar. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira