Pele fagnaði 71 árs afmæli sínu í London fyrir nokkrum dögum og sparaði að venju ekki stóru orðin þegar hann hitti blaðamenn í tilefni af kynningu á The Beautiful Revolution sem hann er að setja á markað í sínu nafni.
Lionel Messi sagði á dögunum að hann hefði aldrei séð Pele spila og eftir það hafa blaðamenn notað hvert tækifæri til að spyrja Pele út í Argentínumanninn sem flestir eru sammála um að sé besti leikmaður heimsins í dag.
„Ég mundi elska það að fá að spila með Lionel Messi. Messi er samt ófullkominn leikmaður af því að hann getur ekki skallað boltann," sagði Pele sem er ekkert alltof sáttur við að menn séu að setja Messi framar en hann sjálfan þegar er talað um besta fótboltamann allra tíma.
„Ég spilaði fótbolta í 20 ár en Messi hefur aðeins spilað í nokkur ár. Ef það er einhver leikmaður í dag sem ég vildi helst spila með framar öðrum þá er það Neymar," sagði Pele en Neymar spilar með hans gamla félagi Santos og hefur verið orðaður við flesta stærstu klúbbana í Evrópu," sagði Pele.
Pele: Messi er ófullkominn leikmaður af því að hann getur ekki skallað
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik
Enski boltinn

Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast
Enski boltinn

Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina
Enski boltinn

Sárt tap gegn Dönum á HM
Handbolti

Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild
Enski boltinn
