Enski boltinn

Aston Villa rannsakar ölvunarakstur Bannan

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Forráðamenn Aston Villa hafa tilkynnt að Skotinn Barry Bannan, leikmaður félagsins, muni sæta rannsókn vegna umferðarslyss sem Bannan lenti í á sunnudagsmorgun.

Bannan er grunaður um ölvunarakstur en hann var handtekinn ásamt öðrum knattspyrnumanni, James Collins hjá Shrewsbury og fyrrum leikmanni Villa. Þeir voru svo látnir lausir gegn tryggingu síðar um daginn.

Bannan æfði svo ekki með liðinu í gær og sagði Alex McLeish, stjóri Villa, að verið væri að rannsaka málið.

„Meira get ég í raun ekki sagt. Okkur fannst skynsamlegast að Barry myndi ekki æfa með liðinu í dag,“ sagði McLeish í gær.

Bannan þykir efnilegur knattspyrnumaður en hann á nú þegar níu leiki að baki með skoska landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×