Enski boltinn

Tevez íhugar að fara í mál við Mancini

Þegar allt lék í lyndi.
Þegar allt lék í lyndi.
Argentínumaðurinn Carlos Tevez virðist vera búinn að fá nóg af skítkasti í sinn garð og hann íhugar nú að snúa vörn í sókn.

Tevez hefur ekki tjáð sig mikið um atvikið í Meistaradeildarleiknum gegn FC Bayern enda vart talandi á enska tungu þrátt fyrir fimm ár í landinu.

Roberto Mancini, stjóri Man. City, sakaði Tevez í fyrstu um að hafa ekki viljað koma inn á völlinn en rannsóknarnefnd félagsins segir að hann hafi ekki viljað hita upp.

Mancini lét þung orð falla og Argentínumaðurinn íhugar nú að kæra stjórann vegna ummælanna. Það hefur BBC samkvæmt heimildum.

Tevez var í kvöld sektaður um mánaðarlaun og fyrir að brjóta fimm ákvæði í samningi sínum við félagið. Lögfræðingar Tevez eru því ósammála og því gæti þessi slagur orðið miklu lengri en menn töldu í fyrstu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×