Enski boltinn

Dalglish ánægður með Bellamy

Bellamy fagnar um helgina.
Bellamy fagnar um helgina.
Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, er hæstánægður með framherjann Craig Bellamy en Dalglish segir að leikmaðurinn hafi þroskast mikið frá því hann var síðast hjá félaginu.

"Það er allt annað að sjá drenginn. Auðvitað væri hann samt hamingjusamari ef hann fengi að spila meira en hann skilur stöðuna betur nú en þegar hann var yngri. Hann veit að allir bera virðingu fyrir honum og það skiptir máli," sagði Dalglish.

Hinn 32 ára Bellamy kom mjög óvænt til félagsins frá Man. City og skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu gegn Norwich um síðustu helgi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×