Enski boltinn

Tevez sektaður um fjögurra vikna laun

Stuðningsmenn City vilja ekki sjá Tevez.
Stuðningsmenn City vilja ekki sjá Tevez.
Forráðamenn enska knattspyrnuliðsins Man. City ákváðu í dag að sekta framherjann Carlos Tevez um fjögurra vikna laun vegna hegðunar hans í Meistaradeildarleiknum gegn FC Bayern.

Tevez fékk einnig tveggja vikna bann sem hann er þegar búinn að afplána. Forráðamenn City segja leikmanninn hafa brotið fimm ákvæði í samningi sínum við félagið.

Leikmaðurinn hefur 14 daga til þess að áfrýja úrskurði félagsins.

Tevez var í fyrstu sakaður um að vilja ekki koma inn á þegar þess var óskað en rannsókn félagsins leiddi í ljós að hann vildi ekki hita upp. Hvort það þýddi að hann var samt til í að koma inn á völlinn veit enginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×