Rottweilertíkinni Chrystel rænt úr vörslu lögreglu 3. maí 2011 15:54 Lögreglan á Selfossi rannsakar nú hvarf á rottweilertíkinni Chrystel sem var í haldi lögreglunnar eftir að hafa bitið konu í Hveragerði 4. mars síðastliðinn. Í tilkynningu frá lögreglu segir að tíkin hafi verið í haldi á viðurkenndu hundahóteli á Arnarstöðum í Flóa. "Þar átti tíkin að vera þar til fyrir lægi niðurstaða stjórnsýslukæru sem eigandi lagði fram. Af verksummerkjum að dæma er sterkur grunur um að tíkin hafi verið numin á brott,“ segir ennfremur. „Eftir að málið kom upp var tíkin tekin í vörslu lögreglu. Vegna ákvæða í samþykkt um hundahald í Hveragerðisbæ var hundeigandanum gefinn kostur á leita álits héraðsdýralæknis áður en ákvörðun um aflífun yrði tekin. Nokkrum dögum síðar lá fyrir álit héraðsdýralæknis um að að rétt væri að afllífa tíkina. Að þeirri niðurstöðu fenginni ákvað lögreglustjóri að tíkin skyldi aflífuð," segir einnig en eigandi tíkarinnar kærði þá ákvörðun til innanríkisráðuneytisins. „Ráðuneytið frestaði réttaráhrifum ákvörðunar lögreglustjóra og sendi kæruna samdægurs til úrlausnar Úrskurðanefndar hollustuhátta og mengunarvarna. Úrlausnar nefndarinnar hefur verið beðið og tíkin verið í haldi þar til hún hvarf í nótt." Tengdar fréttir Dýralæknir vill láta lóga Rottweiler tíkinni Héraðsdýralæknir Suðurlandsumdæmis vill láta lóga Rottweiler-tík sem réðst á konu í Hveragerði í byrjun mánaðarins. Eigandi tíkarinnar er afar ósátt við þessa niðurstöðu þar sem hundurinn er "ekki hættulegur í daglegri umgengni" samkvæmt skapgerðarmati. 17. mars 2011 11:01 Bitin af Rottweiler: Ég vil að tíkin fái að lifa! Konan sem var bitin af Rottweiler tík í Hveragerði fyrr í þessum mánuði vill alls ekki að tíkinni verði lógað. "Ég vil að tíkin fái að lifa," segir hún. Fram hefur komið að héraðsdýralæknir Suðurlandsumdæmis vill að tíkinni verði lógað og er það almennt mat hans að hunda sem bíta fólk eigi að aflífa. 22. mars 2011 11:19 Það á aldrei að skilja hunda eina eftir í bandi Jóna Th. Viðarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands, segir að aldrei eigi að skilja hund eftir einan í bandi, sama af hvaða tegund hundurinn er. Hún segir að sem betur fer komi ekki oft upp mál þar sem hundar bíti ókunnuga. 7. mars 2011 21:58 Eigandi Rottweiler tíkarinnar: Ég gerði mistök að skilja hana eina eftir í bandi "Ég gerði mistök að binda hana í band við húsið, ég vissi ekki að ég mætti ekki gera það," segir eigandi Rottweiler tíkur sem réðst á konu í Hveragerði á föstudaginn í síðustu viku. Eigandinn segir að tíkin hafi farið í skapgerðarmat í gær hjá dýralækni og komið rosalega vel út úr því. 10. mars 2011 13:05 Rottweiler hundur réðst á konu Rottweiler hundur sem var bundinn við íbúðarhús í Hveragerði réðst á konu á föstudaginn og beit hana í úlnliðinn. Konan var að koma að húsi þar sem hún hugðist heimsækja fólk. 7. mars 2011 10:20 Rottweiler hundur enn í haldi lögreglu Rottweiler hundurinn sem réðst á konu í Hveragerði á föstudaginn í síðustu viku er enn í vörslu lögreglunnar á Selfossi. Ekki hefur verið tekið ákvörðun um hvort hundinum verði lógað en lögreglustjórinn í bænum tekur þá ákvörðun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er rannsókn en í fullum gangi. 10. mars 2011 09:55 Kærir aflífun Chrystel til innanríkisráðuneytisins Eigandi Rottweiler-tíkarinnar Chrystel hefur kært þá ákvörðun sýslumannsins á Selfossi að aflífa skuli tíkina. Stjórnsýslukæran var lögð fram til innanríkisráðuneytisins í síðustu viku. Krefst eigandinn þess að ákvörðun sýslumannsins verði felld úr gildi. 29. mars 2011 09:21 Rottweiler tíkin útötuð í saur: Lögmaður ósáttur Eigandi Rottweiler-tíkar, sem tekin var af heimili sínu í Hveragerði eftir að hún beit konu í byrjun mánaðarins, er afar ósátt við þann aðbúnað sem tíkin var vistuð við hjá dýraeftirliti Selfoss. Hún hefur ráðið sér lögmann til að leita réttar síns og tíkarinnar. 18. mars 2011 10:22 Tugir mótmæltu meðferð á tíkinni Chrystel - eigendur fengu áfall Tugir eigenda Rottweiler hunda komu saman í dag og mótmæltu því að Rottweiler tík, sem beit konu, verði tekin af lífi. Tíkin var færð á dýraspítala eftir að hafa hlotið grimmúðlega meðferð þar sem hún var vistuð. 20. mars 2011 19:15 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Sjá meira
Lögreglan á Selfossi rannsakar nú hvarf á rottweilertíkinni Chrystel sem var í haldi lögreglunnar eftir að hafa bitið konu í Hveragerði 4. mars síðastliðinn. Í tilkynningu frá lögreglu segir að tíkin hafi verið í haldi á viðurkenndu hundahóteli á Arnarstöðum í Flóa. "Þar átti tíkin að vera þar til fyrir lægi niðurstaða stjórnsýslukæru sem eigandi lagði fram. Af verksummerkjum að dæma er sterkur grunur um að tíkin hafi verið numin á brott,“ segir ennfremur. „Eftir að málið kom upp var tíkin tekin í vörslu lögreglu. Vegna ákvæða í samþykkt um hundahald í Hveragerðisbæ var hundeigandanum gefinn kostur á leita álits héraðsdýralæknis áður en ákvörðun um aflífun yrði tekin. Nokkrum dögum síðar lá fyrir álit héraðsdýralæknis um að að rétt væri að afllífa tíkina. Að þeirri niðurstöðu fenginni ákvað lögreglustjóri að tíkin skyldi aflífuð," segir einnig en eigandi tíkarinnar kærði þá ákvörðun til innanríkisráðuneytisins. „Ráðuneytið frestaði réttaráhrifum ákvörðunar lögreglustjóra og sendi kæruna samdægurs til úrlausnar Úrskurðanefndar hollustuhátta og mengunarvarna. Úrlausnar nefndarinnar hefur verið beðið og tíkin verið í haldi þar til hún hvarf í nótt."
Tengdar fréttir Dýralæknir vill láta lóga Rottweiler tíkinni Héraðsdýralæknir Suðurlandsumdæmis vill láta lóga Rottweiler-tík sem réðst á konu í Hveragerði í byrjun mánaðarins. Eigandi tíkarinnar er afar ósátt við þessa niðurstöðu þar sem hundurinn er "ekki hættulegur í daglegri umgengni" samkvæmt skapgerðarmati. 17. mars 2011 11:01 Bitin af Rottweiler: Ég vil að tíkin fái að lifa! Konan sem var bitin af Rottweiler tík í Hveragerði fyrr í þessum mánuði vill alls ekki að tíkinni verði lógað. "Ég vil að tíkin fái að lifa," segir hún. Fram hefur komið að héraðsdýralæknir Suðurlandsumdæmis vill að tíkinni verði lógað og er það almennt mat hans að hunda sem bíta fólk eigi að aflífa. 22. mars 2011 11:19 Það á aldrei að skilja hunda eina eftir í bandi Jóna Th. Viðarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands, segir að aldrei eigi að skilja hund eftir einan í bandi, sama af hvaða tegund hundurinn er. Hún segir að sem betur fer komi ekki oft upp mál þar sem hundar bíti ókunnuga. 7. mars 2011 21:58 Eigandi Rottweiler tíkarinnar: Ég gerði mistök að skilja hana eina eftir í bandi "Ég gerði mistök að binda hana í band við húsið, ég vissi ekki að ég mætti ekki gera það," segir eigandi Rottweiler tíkur sem réðst á konu í Hveragerði á föstudaginn í síðustu viku. Eigandinn segir að tíkin hafi farið í skapgerðarmat í gær hjá dýralækni og komið rosalega vel út úr því. 10. mars 2011 13:05 Rottweiler hundur réðst á konu Rottweiler hundur sem var bundinn við íbúðarhús í Hveragerði réðst á konu á föstudaginn og beit hana í úlnliðinn. Konan var að koma að húsi þar sem hún hugðist heimsækja fólk. 7. mars 2011 10:20 Rottweiler hundur enn í haldi lögreglu Rottweiler hundurinn sem réðst á konu í Hveragerði á föstudaginn í síðustu viku er enn í vörslu lögreglunnar á Selfossi. Ekki hefur verið tekið ákvörðun um hvort hundinum verði lógað en lögreglustjórinn í bænum tekur þá ákvörðun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er rannsókn en í fullum gangi. 10. mars 2011 09:55 Kærir aflífun Chrystel til innanríkisráðuneytisins Eigandi Rottweiler-tíkarinnar Chrystel hefur kært þá ákvörðun sýslumannsins á Selfossi að aflífa skuli tíkina. Stjórnsýslukæran var lögð fram til innanríkisráðuneytisins í síðustu viku. Krefst eigandinn þess að ákvörðun sýslumannsins verði felld úr gildi. 29. mars 2011 09:21 Rottweiler tíkin útötuð í saur: Lögmaður ósáttur Eigandi Rottweiler-tíkar, sem tekin var af heimili sínu í Hveragerði eftir að hún beit konu í byrjun mánaðarins, er afar ósátt við þann aðbúnað sem tíkin var vistuð við hjá dýraeftirliti Selfoss. Hún hefur ráðið sér lögmann til að leita réttar síns og tíkarinnar. 18. mars 2011 10:22 Tugir mótmæltu meðferð á tíkinni Chrystel - eigendur fengu áfall Tugir eigenda Rottweiler hunda komu saman í dag og mótmæltu því að Rottweiler tík, sem beit konu, verði tekin af lífi. Tíkin var færð á dýraspítala eftir að hafa hlotið grimmúðlega meðferð þar sem hún var vistuð. 20. mars 2011 19:15 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Sjá meira
Dýralæknir vill láta lóga Rottweiler tíkinni Héraðsdýralæknir Suðurlandsumdæmis vill láta lóga Rottweiler-tík sem réðst á konu í Hveragerði í byrjun mánaðarins. Eigandi tíkarinnar er afar ósátt við þessa niðurstöðu þar sem hundurinn er "ekki hættulegur í daglegri umgengni" samkvæmt skapgerðarmati. 17. mars 2011 11:01
Bitin af Rottweiler: Ég vil að tíkin fái að lifa! Konan sem var bitin af Rottweiler tík í Hveragerði fyrr í þessum mánuði vill alls ekki að tíkinni verði lógað. "Ég vil að tíkin fái að lifa," segir hún. Fram hefur komið að héraðsdýralæknir Suðurlandsumdæmis vill að tíkinni verði lógað og er það almennt mat hans að hunda sem bíta fólk eigi að aflífa. 22. mars 2011 11:19
Það á aldrei að skilja hunda eina eftir í bandi Jóna Th. Viðarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands, segir að aldrei eigi að skilja hund eftir einan í bandi, sama af hvaða tegund hundurinn er. Hún segir að sem betur fer komi ekki oft upp mál þar sem hundar bíti ókunnuga. 7. mars 2011 21:58
Eigandi Rottweiler tíkarinnar: Ég gerði mistök að skilja hana eina eftir í bandi "Ég gerði mistök að binda hana í band við húsið, ég vissi ekki að ég mætti ekki gera það," segir eigandi Rottweiler tíkur sem réðst á konu í Hveragerði á föstudaginn í síðustu viku. Eigandinn segir að tíkin hafi farið í skapgerðarmat í gær hjá dýralækni og komið rosalega vel út úr því. 10. mars 2011 13:05
Rottweiler hundur réðst á konu Rottweiler hundur sem var bundinn við íbúðarhús í Hveragerði réðst á konu á föstudaginn og beit hana í úlnliðinn. Konan var að koma að húsi þar sem hún hugðist heimsækja fólk. 7. mars 2011 10:20
Rottweiler hundur enn í haldi lögreglu Rottweiler hundurinn sem réðst á konu í Hveragerði á föstudaginn í síðustu viku er enn í vörslu lögreglunnar á Selfossi. Ekki hefur verið tekið ákvörðun um hvort hundinum verði lógað en lögreglustjórinn í bænum tekur þá ákvörðun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er rannsókn en í fullum gangi. 10. mars 2011 09:55
Kærir aflífun Chrystel til innanríkisráðuneytisins Eigandi Rottweiler-tíkarinnar Chrystel hefur kært þá ákvörðun sýslumannsins á Selfossi að aflífa skuli tíkina. Stjórnsýslukæran var lögð fram til innanríkisráðuneytisins í síðustu viku. Krefst eigandinn þess að ákvörðun sýslumannsins verði felld úr gildi. 29. mars 2011 09:21
Rottweiler tíkin útötuð í saur: Lögmaður ósáttur Eigandi Rottweiler-tíkar, sem tekin var af heimili sínu í Hveragerði eftir að hún beit konu í byrjun mánaðarins, er afar ósátt við þann aðbúnað sem tíkin var vistuð við hjá dýraeftirliti Selfoss. Hún hefur ráðið sér lögmann til að leita réttar síns og tíkarinnar. 18. mars 2011 10:22
Tugir mótmæltu meðferð á tíkinni Chrystel - eigendur fengu áfall Tugir eigenda Rottweiler hunda komu saman í dag og mótmæltu því að Rottweiler tík, sem beit konu, verði tekin af lífi. Tíkin var færð á dýraspítala eftir að hafa hlotið grimmúðlega meðferð þar sem hún var vistuð. 20. mars 2011 19:15