Tugir mótmæltu meðferð á tíkinni Chrystel - eigendur fengu áfall Símon Birgisson skrifar 20. mars 2011 19:15 Tugir eigenda Rottweiler hunda komu saman í dag og mótmæltu því að Rottweiler tík, sem beit konu, verði tekin af lífi. Tíkin var færð á dýraspítala eftir að hafa hlotið grimmúðlega meðferð þar sem hún var vistuð. Fyrir um mánuði síðan beit tíkin Chrystel konu og á því, reglum samkvæmt, að vera lógað. Chrystel var tekin af dýraeftirliti Hveragerðis og vistuð hjá einkaaðila. Þar var aðbúnaðurinn slíkur að tíkin var hætt komin. „Þetta var hræðilegt. Í eitt skipti sem við komum að var hún rennandi blaut, skorin á löppinni og búið að vera opið inn til hennar allan daginn og sofa og rigna. hún lá bara í sínum eigin skít. var komin með sýkingu í augun og búin að horast niður. hún var bara virkilega veik," segir Íris Helga Valgeirsdóttir. „Ég og Þórdís dóttir mín, við fórum bara saman og brotnuðum niður. Við fengum bara algjört áfall," segir Íris Helga þegar hún lýsir tilfinningum sínum þegar hún sá tíkina. Tíkinni var bjargað og flutt á dýraspítalann í Garðabæ þar sem gert var að sárum hennar. Lögmaður fjölskyldunnar segir tíkina hafa þurft að þola ástæðulausar þjáningar. Í dag komu svo um fimmtíu eigendur Rottweiler hunda saman til að sýna Írisi og fjölskyldu hennar samstöðu og skora á yfirvöld að þyrma lífi hundsins. „Við erum óhress hvernig er staðið að þessu og ómanneskjulegar aðfarir og aðbúnaður sem hún er með þar," sagði Ingi A. Guðnason sem var meðal þeirra sem mótmæltu í Garðheimum. Tengdar fréttir Dýralæknir vill láta lóga Rottweiler tíkinni Héraðsdýralæknir Suðurlandsumdæmis vill láta lóga Rottweiler-tík sem réðst á konu í Hveragerði í byrjun mánaðarins. Eigandi tíkarinnar er afar ósátt við þessa niðurstöðu þar sem hundurinn er "ekki hættulegur í daglegri umgengni" samkvæmt skapgerðarmati. 17. mars 2011 11:01 Rottweiler tíkin útötuð í saur: Lögmaður ósáttur Eigandi Rottweiler-tíkar, sem tekin var af heimili sínu í Hveragerði eftir að hún beit konu í byrjun mánaðarins, er afar ósátt við þann aðbúnað sem tíkin var vistuð við hjá dýraeftirliti Selfoss. Hún hefur ráðið sér lögmann til að leita réttar síns og tíkarinnar. 18. mars 2011 10:22 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent Fleiri fréttir Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Sjá meira
Tugir eigenda Rottweiler hunda komu saman í dag og mótmæltu því að Rottweiler tík, sem beit konu, verði tekin af lífi. Tíkin var færð á dýraspítala eftir að hafa hlotið grimmúðlega meðferð þar sem hún var vistuð. Fyrir um mánuði síðan beit tíkin Chrystel konu og á því, reglum samkvæmt, að vera lógað. Chrystel var tekin af dýraeftirliti Hveragerðis og vistuð hjá einkaaðila. Þar var aðbúnaðurinn slíkur að tíkin var hætt komin. „Þetta var hræðilegt. Í eitt skipti sem við komum að var hún rennandi blaut, skorin á löppinni og búið að vera opið inn til hennar allan daginn og sofa og rigna. hún lá bara í sínum eigin skít. var komin með sýkingu í augun og búin að horast niður. hún var bara virkilega veik," segir Íris Helga Valgeirsdóttir. „Ég og Þórdís dóttir mín, við fórum bara saman og brotnuðum niður. Við fengum bara algjört áfall," segir Íris Helga þegar hún lýsir tilfinningum sínum þegar hún sá tíkina. Tíkinni var bjargað og flutt á dýraspítalann í Garðabæ þar sem gert var að sárum hennar. Lögmaður fjölskyldunnar segir tíkina hafa þurft að þola ástæðulausar þjáningar. Í dag komu svo um fimmtíu eigendur Rottweiler hunda saman til að sýna Írisi og fjölskyldu hennar samstöðu og skora á yfirvöld að þyrma lífi hundsins. „Við erum óhress hvernig er staðið að þessu og ómanneskjulegar aðfarir og aðbúnaður sem hún er með þar," sagði Ingi A. Guðnason sem var meðal þeirra sem mótmæltu í Garðheimum.
Tengdar fréttir Dýralæknir vill láta lóga Rottweiler tíkinni Héraðsdýralæknir Suðurlandsumdæmis vill láta lóga Rottweiler-tík sem réðst á konu í Hveragerði í byrjun mánaðarins. Eigandi tíkarinnar er afar ósátt við þessa niðurstöðu þar sem hundurinn er "ekki hættulegur í daglegri umgengni" samkvæmt skapgerðarmati. 17. mars 2011 11:01 Rottweiler tíkin útötuð í saur: Lögmaður ósáttur Eigandi Rottweiler-tíkar, sem tekin var af heimili sínu í Hveragerði eftir að hún beit konu í byrjun mánaðarins, er afar ósátt við þann aðbúnað sem tíkin var vistuð við hjá dýraeftirliti Selfoss. Hún hefur ráðið sér lögmann til að leita réttar síns og tíkarinnar. 18. mars 2011 10:22 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent Fleiri fréttir Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Sjá meira
Dýralæknir vill láta lóga Rottweiler tíkinni Héraðsdýralæknir Suðurlandsumdæmis vill láta lóga Rottweiler-tík sem réðst á konu í Hveragerði í byrjun mánaðarins. Eigandi tíkarinnar er afar ósátt við þessa niðurstöðu þar sem hundurinn er "ekki hættulegur í daglegri umgengni" samkvæmt skapgerðarmati. 17. mars 2011 11:01
Rottweiler tíkin útötuð í saur: Lögmaður ósáttur Eigandi Rottweiler-tíkar, sem tekin var af heimili sínu í Hveragerði eftir að hún beit konu í byrjun mánaðarins, er afar ósátt við þann aðbúnað sem tíkin var vistuð við hjá dýraeftirliti Selfoss. Hún hefur ráðið sér lögmann til að leita réttar síns og tíkarinnar. 18. mars 2011 10:22