Dýralæknir vill láta lóga Rottweiler tíkinni Erla Hlynsdóttir skrifar 17. mars 2011 11:01 Rotweilertíkin. Mynd tekin af henni í gæslu Selfossbæjar eftir að árásin átti sér stað Héraðsdýralæknir Suðurlandsumdæmis vill láta lóga Rottweiler-tík sem réðst á konu í Hveragerði í byrjun mánaðarins. Eigandi tíkarinnar er afar ósátt við þessa niðurstöðu þar sem hundurinn er „ekki hættulegur í daglegri umgengni" samkvæmt skapgerðarmati. „Þetta er út í hött," segir eigandinn. Til stóð að tíkinni yrði lógað í gær. Eigandinn hefur ráðið sér lögmann og fékk aflífuninni frestað um óákveðinn tíma, meðal annars með greiðslu tryggingar. Tíkin dvelur á dýralæknastöð þar til annað kemur í ljós.„Töluverðar líkur á að hundurinn bíti aftur" Í bréfi sem héraðsdýralæknir sendi eigandanum í gær segir að hann telji ekkert hafa komið fram sem útiloki að Rottweilertíkin geti aftur bitið mann. „Einhver tiltekin framtíðarþjálfun og ríkt framtíðareftirlit breytir engu um þá niðurstöðu að töluverðar líkur eru á að hundurinn bíti aftur. Það er sömuleiðis álit héraðsdýralæknis að aflífa skuli hunda í tilvikum sem þessum," segir í bréfinu. Eins og Vísir hefur greint frá réðist tíkin á nágrannakonu eigendanna sem ætlaði að koma í heimsókn til þeirra. Tíkin var þá fyrir framan húsið, föst í snúru sem lá í gegn um bréfalúgu á útidyrum heimilisins. Samkvæmt lýsingu stökk hún skyndilega fram og beit í framhaldlegg konunnar í þann mund sem hún var að ganga framhjá. Tíkin er sextán mánaða gömul, tiltölulega nýkomin úr fjögurra vikna dvöl í Einangrunarstöðinni í Reykjanesbæ en til þrettán mánaða aldurs dvaldi hún á ræktunarbúi erlendis. Tíkin í snjónumMynd úr einkasafniVel hægt að þjálfa tíkina Í skapgerðarmati segir að Rottweilerhundum sé eðlislægt að verja heimasvæði sitt. Því sé mikilvægt að þjálfa þá vel. „Það er skoðun undirritaðra að hægt sé að þjálfa hundinn svo hann sýni ekki þessa ríku varnaráráttu og svona árás er vel hægt að koma í veg fyrir með því að setja hundinn aldrei í þessar aðstæður aftur, í band fyrir utan hús né hafa hann án eftirlits innan girðingar á lóðinni eða utan," segir í matinu sem gert var þann 10. mars af hundaatferlisráðgjafa og dýralækni. Þar kemur fram að á henni hafi verið gert svokallað S.A.F.E.R. próf sem er viðurkennt til að meta skapgerð hunda og viðbrögð þeirra við áreitni.Ógnar ekki þegar matur er tekinn af henni „...kom vel út úr þessu prófi, hún sýndi enga tilburði til að verja sig né glefsa eða bíta. Það kom samt fram að hún er dálítið til baka, dregur sig í hlé og er hrædd við sumt af þessu áreiti. Hún sýndi engin merki um ógnun í sambandi við mat þegar hann var tekinn af henni né þegar henni var bannað að borða góðgæti sem dottið hafði á gólfið," segir í skapgerðarmatinu. Þá telja matsmenn að sú aðstaða sem hundurinn var í þegar árásin átti sér stað, bundin við húsið, geti að hluta til skýrt hegðun hennar og sé það á ábyrgð eigenda að hafa sett hundinn í þá aðstöðu. Bent er á að tíkin verði ekki fullorðin fyrr en 36 mánaða og þangað til eigi að vera hægt að veita henni markvissa þjálfun og aga.Aldrei fengið formlega þjálfun Héraðsdýralæknir gagnrýnir hins vegar, eins og fram kemur í skapgerðarmati, að tíkin hefur hingað til aldrei „fengið neina formlega þjálfun né uppeldi sem er algjört grundvallaratriði með hunda af þessari tegund, stærð og uppruna." Í bréfi héraðsdýralæknis segir ennfremur: „... dýralæknir tjáði mér munnlega að tíkin þekkti ekki nafnið sitt, þrátt fyrir að vera orðin 16 mánaða gömul." Tengdar fréttir Það á aldrei að skilja hunda eina eftir í bandi Jóna Th. Viðarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands, segir að aldrei eigi að skilja hund eftir einan í bandi, sama af hvaða tegund hundurinn er. Hún segir að sem betur fer komi ekki oft upp mál þar sem hundar bíti ókunnuga. 7. mars 2011 21:58 Eigandi Rottweiler tíkarinnar: Ég gerði mistök að skilja hana eina eftir í bandi "Ég gerði mistök að binda hana í band við húsið, ég vissi ekki að ég mætti ekki gera það," segir eigandi Rottweiler tíkur sem réðst á konu í Hveragerði á föstudaginn í síðustu viku. Eigandinn segir að tíkin hafi farið í skapgerðarmat í gær hjá dýralækni og komið rosalega vel út úr því. 10. mars 2011 13:05 Rottweiler hundur réðst á konu Rottweiler hundur sem var bundinn við íbúðarhús í Hveragerði réðst á konu á föstudaginn og beit hana í úlnliðinn. Konan var að koma að húsi þar sem hún hugðist heimsækja fólk. 7. mars 2011 10:20 Rottweiler hundur enn í haldi lögreglu Rottweiler hundurinn sem réðst á konu í Hveragerði á föstudaginn í síðustu viku er enn í vörslu lögreglunnar á Selfossi. Ekki hefur verið tekið ákvörðun um hvort hundinum verði lógað en lögreglustjórinn í bænum tekur þá ákvörðun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er rannsókn en í fullum gangi. 10. mars 2011 09:55 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Sjá meira
Héraðsdýralæknir Suðurlandsumdæmis vill láta lóga Rottweiler-tík sem réðst á konu í Hveragerði í byrjun mánaðarins. Eigandi tíkarinnar er afar ósátt við þessa niðurstöðu þar sem hundurinn er „ekki hættulegur í daglegri umgengni" samkvæmt skapgerðarmati. „Þetta er út í hött," segir eigandinn. Til stóð að tíkinni yrði lógað í gær. Eigandinn hefur ráðið sér lögmann og fékk aflífuninni frestað um óákveðinn tíma, meðal annars með greiðslu tryggingar. Tíkin dvelur á dýralæknastöð þar til annað kemur í ljós.„Töluverðar líkur á að hundurinn bíti aftur" Í bréfi sem héraðsdýralæknir sendi eigandanum í gær segir að hann telji ekkert hafa komið fram sem útiloki að Rottweilertíkin geti aftur bitið mann. „Einhver tiltekin framtíðarþjálfun og ríkt framtíðareftirlit breytir engu um þá niðurstöðu að töluverðar líkur eru á að hundurinn bíti aftur. Það er sömuleiðis álit héraðsdýralæknis að aflífa skuli hunda í tilvikum sem þessum," segir í bréfinu. Eins og Vísir hefur greint frá réðist tíkin á nágrannakonu eigendanna sem ætlaði að koma í heimsókn til þeirra. Tíkin var þá fyrir framan húsið, föst í snúru sem lá í gegn um bréfalúgu á útidyrum heimilisins. Samkvæmt lýsingu stökk hún skyndilega fram og beit í framhaldlegg konunnar í þann mund sem hún var að ganga framhjá. Tíkin er sextán mánaða gömul, tiltölulega nýkomin úr fjögurra vikna dvöl í Einangrunarstöðinni í Reykjanesbæ en til þrettán mánaða aldurs dvaldi hún á ræktunarbúi erlendis. Tíkin í snjónumMynd úr einkasafniVel hægt að þjálfa tíkina Í skapgerðarmati segir að Rottweilerhundum sé eðlislægt að verja heimasvæði sitt. Því sé mikilvægt að þjálfa þá vel. „Það er skoðun undirritaðra að hægt sé að þjálfa hundinn svo hann sýni ekki þessa ríku varnaráráttu og svona árás er vel hægt að koma í veg fyrir með því að setja hundinn aldrei í þessar aðstæður aftur, í band fyrir utan hús né hafa hann án eftirlits innan girðingar á lóðinni eða utan," segir í matinu sem gert var þann 10. mars af hundaatferlisráðgjafa og dýralækni. Þar kemur fram að á henni hafi verið gert svokallað S.A.F.E.R. próf sem er viðurkennt til að meta skapgerð hunda og viðbrögð þeirra við áreitni.Ógnar ekki þegar matur er tekinn af henni „...kom vel út úr þessu prófi, hún sýndi enga tilburði til að verja sig né glefsa eða bíta. Það kom samt fram að hún er dálítið til baka, dregur sig í hlé og er hrædd við sumt af þessu áreiti. Hún sýndi engin merki um ógnun í sambandi við mat þegar hann var tekinn af henni né þegar henni var bannað að borða góðgæti sem dottið hafði á gólfið," segir í skapgerðarmatinu. Þá telja matsmenn að sú aðstaða sem hundurinn var í þegar árásin átti sér stað, bundin við húsið, geti að hluta til skýrt hegðun hennar og sé það á ábyrgð eigenda að hafa sett hundinn í þá aðstöðu. Bent er á að tíkin verði ekki fullorðin fyrr en 36 mánaða og þangað til eigi að vera hægt að veita henni markvissa þjálfun og aga.Aldrei fengið formlega þjálfun Héraðsdýralæknir gagnrýnir hins vegar, eins og fram kemur í skapgerðarmati, að tíkin hefur hingað til aldrei „fengið neina formlega þjálfun né uppeldi sem er algjört grundvallaratriði með hunda af þessari tegund, stærð og uppruna." Í bréfi héraðsdýralæknis segir ennfremur: „... dýralæknir tjáði mér munnlega að tíkin þekkti ekki nafnið sitt, þrátt fyrir að vera orðin 16 mánaða gömul."
Tengdar fréttir Það á aldrei að skilja hunda eina eftir í bandi Jóna Th. Viðarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands, segir að aldrei eigi að skilja hund eftir einan í bandi, sama af hvaða tegund hundurinn er. Hún segir að sem betur fer komi ekki oft upp mál þar sem hundar bíti ókunnuga. 7. mars 2011 21:58 Eigandi Rottweiler tíkarinnar: Ég gerði mistök að skilja hana eina eftir í bandi "Ég gerði mistök að binda hana í band við húsið, ég vissi ekki að ég mætti ekki gera það," segir eigandi Rottweiler tíkur sem réðst á konu í Hveragerði á föstudaginn í síðustu viku. Eigandinn segir að tíkin hafi farið í skapgerðarmat í gær hjá dýralækni og komið rosalega vel út úr því. 10. mars 2011 13:05 Rottweiler hundur réðst á konu Rottweiler hundur sem var bundinn við íbúðarhús í Hveragerði réðst á konu á föstudaginn og beit hana í úlnliðinn. Konan var að koma að húsi þar sem hún hugðist heimsækja fólk. 7. mars 2011 10:20 Rottweiler hundur enn í haldi lögreglu Rottweiler hundurinn sem réðst á konu í Hveragerði á föstudaginn í síðustu viku er enn í vörslu lögreglunnar á Selfossi. Ekki hefur verið tekið ákvörðun um hvort hundinum verði lógað en lögreglustjórinn í bænum tekur þá ákvörðun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er rannsókn en í fullum gangi. 10. mars 2011 09:55 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Sjá meira
Það á aldrei að skilja hunda eina eftir í bandi Jóna Th. Viðarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands, segir að aldrei eigi að skilja hund eftir einan í bandi, sama af hvaða tegund hundurinn er. Hún segir að sem betur fer komi ekki oft upp mál þar sem hundar bíti ókunnuga. 7. mars 2011 21:58
Eigandi Rottweiler tíkarinnar: Ég gerði mistök að skilja hana eina eftir í bandi "Ég gerði mistök að binda hana í band við húsið, ég vissi ekki að ég mætti ekki gera það," segir eigandi Rottweiler tíkur sem réðst á konu í Hveragerði á föstudaginn í síðustu viku. Eigandinn segir að tíkin hafi farið í skapgerðarmat í gær hjá dýralækni og komið rosalega vel út úr því. 10. mars 2011 13:05
Rottweiler hundur réðst á konu Rottweiler hundur sem var bundinn við íbúðarhús í Hveragerði réðst á konu á föstudaginn og beit hana í úlnliðinn. Konan var að koma að húsi þar sem hún hugðist heimsækja fólk. 7. mars 2011 10:20
Rottweiler hundur enn í haldi lögreglu Rottweiler hundurinn sem réðst á konu í Hveragerði á föstudaginn í síðustu viku er enn í vörslu lögreglunnar á Selfossi. Ekki hefur verið tekið ákvörðun um hvort hundinum verði lógað en lögreglustjórinn í bænum tekur þá ákvörðun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er rannsókn en í fullum gangi. 10. mars 2011 09:55