Innlent

Rottweiler hundur réðst á konu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hundur sömu tegundar og beit konuna. Mynd/ afp.
Hundur sömu tegundar og beit konuna. Mynd/ afp.
Rottweiler hundur sem var bundinn við íbúðarhús í Hveragerði réðst á konu á föstudaginn og beit hana í úlnliðinn. Konan var að koma að húsi þar sem hún hugðist heimsækja fólk.

Eftir atvikið var hundurinn tekinn í vörslu hundafangara og hefur lögreglan á Selfossi málið til skoðunar. Áverkar voru á úlnlið konunnar eftir árásina. Því var læknir fenginn til að hlúa að henni. Lögreglan á Selfossi segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvað verði um hundinn.

Samþykkt um hundahald í Hveragerði gerir ráð fyrir að hægt sé að óska eftir áliti frá héraðsdýralækni áður en tekin er ákvörðun um það hvort hundurinn sé aflífaður eða ekki.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×