Bitin af Rottweiler: Ég vil að tíkin fái að lifa! Erla Hlynsdóttir skrifar 22. mars 2011 11:19 Christel kom til landsins í lok janúar og fór þá beint í sóttkví þar sem hún var í fjórar vikur Konan sem var bitin af Rottweiler tík í Hveragerði fyrr í þessum mánuði vill alls ekki að tíkinni verði lógað. „Ég vil að tíkin fái að lifa," segir hún. Fram hefur komið að héraðsdýralæknir Suðurlandsumdæmis vill að tíkinni verði lógað og er það almennt mat hans að hunda sem bíta fólk eigi að aflífa. Fórnarlamb hundsins er hins vegar ekki á sama máli. „Ég sagði strax við lögregluna að ég vildi ekki að tíkinni yrðu lógað," segir hún og leggur mikla áherslu á að tíkin fái viðeigandi þjálfun.Sjö spor þurfti til að sauma saman annað sárið en tvo til að sauma hittVerður fyrir aðkasti „Ég hef ekki verið að tjá mig opinberlega um þetta mál en ég er búin að fá nóg af því að heyra sögur um að ég hafi ögrað eða ógna hundinum. Það er bara alls ekki rétt," segir konan sem hefur orðið fyrir miklu aðkasti eftir að hún var bitin, og finnst henni það heldur undarleg staða. Konan er nágrannakona eiganda tíkarinnar. Hún gekk ásamt átta ára dóttur sinni inn á lóðina þar sem tíkin var bundin, þar sem dóttir hennar óskaði eftir fylgd til að spyrja eftir dóttur eigandans. „Dóttir mín lenti í því þremur vikum áður en þetta gerðist að tíkin glefsaði í hendina á henni. Það er til áverkavottorð. Ástæðan fyrir því að ég kærði það ekki er að ég vildi gefa tíkinni séns þar sem hún var nýkomin úr sóttkví," segir konan.Skrámur hinum megin á handleggnumTíkin var bundin í garðinum daginn sem hún beit konuna. Hún segir tíkina hafa séð þær nálgast og verið mjög róleg. „Dóttir mín er fyrir aftan mig þegar ég labba framhjá tíkinni. Þá heyrði ég allt í einu urr, hún stekkur á mig og bítur í vinstri hendina á mér. Þegar ég er að reyna að losa mig frá henni kalla ég á dóttur mína og segi henni að hringja í 112."Dóttirin í sjokki Dóttirin greip þá í hina hendi móður sinnar til að reyna að losa hana en það gekk ekki. „Greyið stelpan var bara í sjokki og stóð grátandi fyrir aftan mig. Tíkin byrjaði þá að hrista mig og reyna að draga mig niður, og ég finn sársaukann þegar hún kom við beinið á mér. Það þurfti að sauma sjö spor í einn skurðinn og tvö í hinn. Ég er fegin að þetta var hendin á mér en ekki dóttir mín sem fyrst ætlaði að labba ein yfir," segir konan. Hún vonast til að ásökunum í hennar garð linni og vonar jafnframt að tíkin fái þá þjálfun sem hún þarf á að halda. Ekki hefur verið ákveðið hvort tíkin fær að lifa. Eins og Vísir hefur greint frá hefur eigandi tíkarinnar ráðið sér lögmann og berst gegn því að henni verði lógað. Tengdar fréttir Dýralæknir vill láta lóga Rottweiler tíkinni Héraðsdýralæknir Suðurlandsumdæmis vill láta lóga Rottweiler-tík sem réðst á konu í Hveragerði í byrjun mánaðarins. Eigandi tíkarinnar er afar ósátt við þessa niðurstöðu þar sem hundurinn er "ekki hættulegur í daglegri umgengni" samkvæmt skapgerðarmati. 17. mars 2011 11:01 Rottweiler tíkin útötuð í saur: Lögmaður ósáttur Eigandi Rottweiler-tíkar, sem tekin var af heimili sínu í Hveragerði eftir að hún beit konu í byrjun mánaðarins, er afar ósátt við þann aðbúnað sem tíkin var vistuð við hjá dýraeftirliti Selfoss. Hún hefur ráðið sér lögmann til að leita réttar síns og tíkarinnar. 18. mars 2011 10:22 Tugir mótmæltu meðferð á tíkinni Chrystel - eigendur fengu áfall Tugir eigenda Rottweiler hunda komu saman í dag og mótmæltu því að Rottweiler tík, sem beit konu, verði tekin af lífi. Tíkin var færð á dýraspítala eftir að hafa hlotið grimmúðlega meðferð þar sem hún var vistuð. 20. mars 2011 19:15 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Sjá meira
Konan sem var bitin af Rottweiler tík í Hveragerði fyrr í þessum mánuði vill alls ekki að tíkinni verði lógað. „Ég vil að tíkin fái að lifa," segir hún. Fram hefur komið að héraðsdýralæknir Suðurlandsumdæmis vill að tíkinni verði lógað og er það almennt mat hans að hunda sem bíta fólk eigi að aflífa. Fórnarlamb hundsins er hins vegar ekki á sama máli. „Ég sagði strax við lögregluna að ég vildi ekki að tíkinni yrðu lógað," segir hún og leggur mikla áherslu á að tíkin fái viðeigandi þjálfun.Sjö spor þurfti til að sauma saman annað sárið en tvo til að sauma hittVerður fyrir aðkasti „Ég hef ekki verið að tjá mig opinberlega um þetta mál en ég er búin að fá nóg af því að heyra sögur um að ég hafi ögrað eða ógna hundinum. Það er bara alls ekki rétt," segir konan sem hefur orðið fyrir miklu aðkasti eftir að hún var bitin, og finnst henni það heldur undarleg staða. Konan er nágrannakona eiganda tíkarinnar. Hún gekk ásamt átta ára dóttur sinni inn á lóðina þar sem tíkin var bundin, þar sem dóttir hennar óskaði eftir fylgd til að spyrja eftir dóttur eigandans. „Dóttir mín lenti í því þremur vikum áður en þetta gerðist að tíkin glefsaði í hendina á henni. Það er til áverkavottorð. Ástæðan fyrir því að ég kærði það ekki er að ég vildi gefa tíkinni séns þar sem hún var nýkomin úr sóttkví," segir konan.Skrámur hinum megin á handleggnumTíkin var bundin í garðinum daginn sem hún beit konuna. Hún segir tíkina hafa séð þær nálgast og verið mjög róleg. „Dóttir mín er fyrir aftan mig þegar ég labba framhjá tíkinni. Þá heyrði ég allt í einu urr, hún stekkur á mig og bítur í vinstri hendina á mér. Þegar ég er að reyna að losa mig frá henni kalla ég á dóttur mína og segi henni að hringja í 112."Dóttirin í sjokki Dóttirin greip þá í hina hendi móður sinnar til að reyna að losa hana en það gekk ekki. „Greyið stelpan var bara í sjokki og stóð grátandi fyrir aftan mig. Tíkin byrjaði þá að hrista mig og reyna að draga mig niður, og ég finn sársaukann þegar hún kom við beinið á mér. Það þurfti að sauma sjö spor í einn skurðinn og tvö í hinn. Ég er fegin að þetta var hendin á mér en ekki dóttir mín sem fyrst ætlaði að labba ein yfir," segir konan. Hún vonast til að ásökunum í hennar garð linni og vonar jafnframt að tíkin fái þá þjálfun sem hún þarf á að halda. Ekki hefur verið ákveðið hvort tíkin fær að lifa. Eins og Vísir hefur greint frá hefur eigandi tíkarinnar ráðið sér lögmann og berst gegn því að henni verði lógað.
Tengdar fréttir Dýralæknir vill láta lóga Rottweiler tíkinni Héraðsdýralæknir Suðurlandsumdæmis vill láta lóga Rottweiler-tík sem réðst á konu í Hveragerði í byrjun mánaðarins. Eigandi tíkarinnar er afar ósátt við þessa niðurstöðu þar sem hundurinn er "ekki hættulegur í daglegri umgengni" samkvæmt skapgerðarmati. 17. mars 2011 11:01 Rottweiler tíkin útötuð í saur: Lögmaður ósáttur Eigandi Rottweiler-tíkar, sem tekin var af heimili sínu í Hveragerði eftir að hún beit konu í byrjun mánaðarins, er afar ósátt við þann aðbúnað sem tíkin var vistuð við hjá dýraeftirliti Selfoss. Hún hefur ráðið sér lögmann til að leita réttar síns og tíkarinnar. 18. mars 2011 10:22 Tugir mótmæltu meðferð á tíkinni Chrystel - eigendur fengu áfall Tugir eigenda Rottweiler hunda komu saman í dag og mótmæltu því að Rottweiler tík, sem beit konu, verði tekin af lífi. Tíkin var færð á dýraspítala eftir að hafa hlotið grimmúðlega meðferð þar sem hún var vistuð. 20. mars 2011 19:15 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Sjá meira
Dýralæknir vill láta lóga Rottweiler tíkinni Héraðsdýralæknir Suðurlandsumdæmis vill láta lóga Rottweiler-tík sem réðst á konu í Hveragerði í byrjun mánaðarins. Eigandi tíkarinnar er afar ósátt við þessa niðurstöðu þar sem hundurinn er "ekki hættulegur í daglegri umgengni" samkvæmt skapgerðarmati. 17. mars 2011 11:01
Rottweiler tíkin útötuð í saur: Lögmaður ósáttur Eigandi Rottweiler-tíkar, sem tekin var af heimili sínu í Hveragerði eftir að hún beit konu í byrjun mánaðarins, er afar ósátt við þann aðbúnað sem tíkin var vistuð við hjá dýraeftirliti Selfoss. Hún hefur ráðið sér lögmann til að leita réttar síns og tíkarinnar. 18. mars 2011 10:22
Tugir mótmæltu meðferð á tíkinni Chrystel - eigendur fengu áfall Tugir eigenda Rottweiler hunda komu saman í dag og mótmæltu því að Rottweiler tík, sem beit konu, verði tekin af lífi. Tíkin var færð á dýraspítala eftir að hafa hlotið grimmúðlega meðferð þar sem hún var vistuð. 20. mars 2011 19:15