Enski boltinn

Slagsmál í teiti hjá West Ham

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Demba Ba lék með Gylfa Þór hjá Hoffenheim áður en hann fór til West Ham.
Demba Ba lék með Gylfa Þór hjá Hoffenheim áður en hann fór til West Ham.
Það á ekki af West Ham að ganga. Liðið er fallið úr ensku úrvalsdeildinni og liðið gat ekki haldið kvöldverð með öllum hópnum um helgina áfallalaust. Kalla þurfti til lögreglu upp úr níu leytinu vegna slagsmála í teitinu.

Samkvæmt skýrslum hófust lætin þegar Demba Ba, framherji félagsins, neitaði að gefa stuðningsmanni félagsins eiginhandaráritun þar sem hann væri of þreyttur. Þessi þreyta Demba Ba féll í grýttan jarðveg, allt varð vitlaust og úr urðu slagsmál.

Stuðningsmenn gátu keypt sig inn í kvöldverðinn fyrir 50 þúsund krónur.

Enginn var handtekinn en stemningin í teitinu var ekki góð enda félagið þess utan nýfallið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×