Enski boltinn

Van der Vaart ekki á förum frá Spurs

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Van der Vaart hefur verið frábær fyrir Spurs í vetur.
Van der Vaart hefur verið frábær fyrir Spurs í vetur.
Hollendingurinn Rafael van der Vaart segist ætla að halda tryggð við Tottenham þó svo liðinu hafi mistekist að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni að ári.

Einhverjar sögusagnir voru í gangi þess efnis að Van der Vaart væri að hugsa sér til hreyfings svo hann gæti spilað í Meistaradeildinni en það á ekki við rök að styðjast.

"Það vilja allir spila í Evrópukeppnum. Það verður gott að fá reynslu af Evrópudeildinni og fínn bikar til að vinna," sagði Van der Vaart.

"Auðvitað vil ég samt spila í Meistaradeildinni en ég hef aðeins verið hér í ett ár. Ég hef notið þessa fyrsta árs og við sjáum hvað gerist á næstu leiktíð. Ég er alls ekki á leið frá félaginu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×