Enski boltinn

Hermann vongóður um nýjan samning

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hermann Hreiðarsson í leik með Portsmouth.
Hermann Hreiðarsson í leik með Portsmouth. Nordic Photos / Getty Images
Hermann Hreiðarsson, leikmaður Portsmouth, segist í samtali við enska dagblaðið Portsmouth News að hann sé vongóður um að gengið verði frá nýjum samningi á milli hans og félagsins á næstunni.

Portsmouth hefur átt í fjárhagslegum vandræðum undanfarið og er verið að vinna í því að félagið fái nýja eigendur. Þegar búið er að ganga frá þeirri vinnu er líklegt að Hermann gangi frá sínum málum við félagið.

„Við höfum rætt saman um nýjan samning,“ sagði Hermann í viðtalinu. „Þetta er allt í lausu lofti eins og er, líklega vegna yfirtökunnar. Það eru margir boltar á lofti og óvíst hvaða leikmenn verða áfram hjá félaginu.“

„Það verður að ganga frá eigendaskiptunum sem fyrst en ég vil vera áfram. Kannski mun ég setjast niður á næstunni og skrifa undir nýjan tíu ára samning,“ sagði þessi 36 ára gamli húmoristi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×