Erlent

Húsið úr Home Alone til sölu

Húsið úr kvikmyndinni Home Alone er til sölu fyrir litlar 280 milljónir króna. Í myndinni fór barnastjarnan Macauley Culkin illa með tvo óheppna innbrotsþjófa sem ætluðu að láta greipar sópa. Stráksi, sem var einn heima því foreldrarnir gleymdu honum þegar þau fóru í frí, tók hinsvegar til sinna ráða og tókst með ýmsum brögðum að yfirbuga þrjótana.

Nú hafa eigendur hússins, sem er í úthverfi Chicago, ákveðið að selja kofann en þau bjuggu í húsinu þegar myndin var gerð.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×