Enski boltinn

Ferguson með augun á einum ákveðnum leikmanni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United.
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United. Mynd/afp
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segist vera búinn að ákveða það að kaupa einn ákveðinn leikmann næsta sumar. Sir Alex sagðist hafa ætlað að ganga frá þessum kaupum í janúar en það hafi ekki tekist.

Ferguson er þó ekki tilbúinn að greina frá því um hvaða leikmenn er að ræða eða hvaða stöðu hann spilar á vellinum. Hann segist hinsvegar staðráðinn í að kaupa þennan umrædda leikmann næsta sumar.

„Milljarðamæringarnir hafa snúið fótboltaheiminum á hvolf. Við höfum ekki efni á því að sitja upp í Fílabeinsturninum heldur þurfum við að bregðast við þessari nýju áskorun," sagði Alex Ferguson í viðtalið við United Review.

„Við létum félagsskiptaglugginn lokast án þess að við keyptum leikmann af því að við vorum búnir að vinna heimamvinnuna okkar og þurftum ekki að gera nein neyðarkaup," sagði Ferguson.

„Við höfðum áhuga á einum leikmanni og ég hélt að við ættum möguleika á því að ganga frá þeim kaupum. Hinir aðilarnir voru hisnvegar ekki tilbúinir og við þurftum að fresta þessu fram á sumar," sagði Ferguson.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×