Enski boltinn

Nasri í leikmannahópi Arsenal á móti Liverpool á morgun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Samir Nasri.
Samir Nasri. Mynd/AP
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, tjáði fjölmiðlamönnum það nú rétt áðan á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti Liverpool á morgun að Samir Nasri sé í leikmannhóp Arsenal í þessum leik.

Arsenal er í samningaviðræðum við Manchester City um að selja Nasri þangað og síðustu fréttir voru þær að það vantaði ekki mikið upp á að félögunum tækist að ganga frá kaupunum.

Það er hinsvegar mikið um forföll á miðju Arsenal-liðsins fyrir Liverpool-leikinn og Wenger þarf á Nasri að halda. Alex Song og Gervinho eru báðir í banni í þessum leik, Jack Wilshere og Abou Diaby eru báðir meiddir og þá er Tomas Rosicky líka tæpur vegna meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×