Enski boltinn

Wenger gæti óskað eftir því að fá Henry að láni

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, þarf að taka ákvörðun á næstu dögum þess efnis hvort félagið ætli að reyna að fá Thierry Henry að láni í janúar.
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, þarf að taka ákvörðun á næstu dögum þess efnis hvort félagið ætli að reyna að fá Thierry Henry að láni í janúar. Getty Images / Nordic Photos
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, þarf að taka ákvörðun á næstu dögum þess efnis hvort félagið ætli að reyna að fá Thierry Henry að láni í janúar. Hinn 34 ára gamli Henry er goðsögn hjá Arsenal en hann lék í átta ár með félaginu og margir stuðningsmenn félagsins telja að hann sé sá besti sem hafi leikið fyrir félagið.

Henry er markahæsti leikmaður allra tíma hjá Arsenal en hann yfirgaf Arsenal árið 2007 þegar hann samdi við Barcelona á Spáni. Henry er leikmaður New York Bulls í Bandaríkjunum en hann hefur æft með Arsenal frá því að deildarkeppninni lauk í Bandaríkjunum í nóvember s.l.

Keppni hefst ekki að nýju fyrr en í mars á næsta ári í Bandaríkjunum. Wenger mun missa Gervinho og Marouane Chamakh í janúar vegna Afríkukeppninnar og Arsenal er því án sterkra framherja á meðan sú keppni stendur yfir.

Wenger er að velta því fyrir sér hvort hann eigi að óska eftir því að fá Henry að láni í tvo mánuði, janúar og febrúar. „Ég verð að hugsa um þessa hluti, skammtímalán myndi henta okkur vel, en við höfum ekki enn farið í formlegar viðræður um þetta. Henry er ekki hjá okkur á þessari stundu og í raun höfum við ekki rætt þetta við hann," sagði Wenger sem þarf að taka ákvörðun fyrir 1. Janúar.

Næsti leikur Arsenal verður gegn Wolves þriðjudaginn 27. desember, en leikurinn var færður aftur um einn dag vegna verkfalla í London mánudaguinn 26. Des.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×