Erlent

Kanadamenn segja sig frá Kyoto bókuninni

Stjórnvöld í Kanada ætla að segja sig formlega frá Kyoto bókuninni um niðurskurð á gróðurhúsalofttegundum.

Þetta tilkynnti umhverfisráðherra landsins, Peter Kent, í gærkvöldi. Í máli ráðherrans kom fram að bókunin væri ekki framtíðarvegur fyrir Kanada þar sem gífurlegur kostnaður yrði lagður á skattgreiðendur landsins ef Kanadamenn ætluðu sér að standa við skilyrði bókunarinnar.

Kent segir að samkvæmt Kyoto bókuninni þyrftu Kanadamenn að greiða sektir sem næmu 13,6 milljörðum dollara eða sem svarar til nær 200 þúsundum króna á hverja fjölskyldu í Kanada.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×