Enski boltinn

Skoraði sigurmark beint úr miðju

Hinn geðugi leikmaður stórliðs Railway Harrogate, Danny Forrest, skoraði stórbrotið sigurmark gegn Guiseley í hinni merku West Riding County-bikarkeppni.

Guiseley hafði jafnað leikinn á 90. mínútu og allt benti til þess að leikurinn væri á leið í framlengingu.

Þá gerði Forrest sér lítið fyrir skoraði beint úr miðjunni og tryggði Harrogate sætan sigur.

Spyrnuna góðu má sjá hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×