Chelsea vann 3-0 í Newcastle og hoppaði upp í 3. sætið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2011 12:15 Mynd/AP Chelsea fagnaði 3-0 sigri á Newcastle á Sports Direct Arena, áður St. James´s Park, í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar. Þetta var annar deildarsigur Chelsea í röð og kemur liðinu upp í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar en Tottenham getur endurheimt það seinna í dag. Það var mikið fjör í leiknum og nóg af færum en liðin skutu sem dæmi samtals fimm sinnum í marksúlurnar í þessum stórskemmtilega leik. Chelsea fékk nóg af færum í fyrri hálfleik en gat síðan þakkað fyrir að fá ekki á sig jöfnunarmark í seinni hálfleiknum áður en Salomon Kalou og Daniel Sturridge innsigluðu sigurinn skömmu fyrir leikslok. Newcastle tapaði þarna sínum fyrsta heimaleik á tímabilinu en liðið hefur aðeins náð í eitt stig í síðustu þremur leikjum sínum á móti Manchester United, Manchester City og Chelsea. Tim Krul hélt Newcastle inn í leiknum í fyrri hálfleik en Chelsea-maðurinn David Luiz var heppinn að fá ekki rauða spjaldið þegar hann braut á Demba Ba strax á fjórðu mínútu leiksins.Mynd/APTim Krul varði vítaspyrnu Frank Lampard á 13. mínútu en hún var dæmd á Yohan Cabaye fyrir að fella Daniel Sturridge. Krul fór of snemma af línunni en komst upp með það og varði vítið glæsilega. Þetta var fjórða vítið sem Lampard klúðrar í ensku úrvalsdeildinni á ferlinum. Daniel Sturridge labbaði hvað eftir annað í gegnum Newcastle á þessum kafla. Þremur mínútu eftir vítið varði Krul skot frá honum í stöngina og á 25. mínútu varði Krul frá Sturridge úr dauðafæri. Peter Cech varði vel frá Demba Ba á 25. mínútu og tíu mínútum síðar átti Ba skalla í stöngina en John Terry var nærri því búinn að skora sjálfsmark þegar hann ætlaði að sparka boltanum í burtu. Chelsea tókst loksins að koma boltanum framhjá Tim Krul á 38. mínútu þegar Didier Drogba skallaði boltann í markið eftir fyrirgjöf frá Juan Manuel Mata. Þetta var aðeins annað deildarmark Drogba á tímabilinu til þessa. Tim Krul átti eftir að verja einu sinni enn glæislega frá Daniel Sturridge sem var hreinlega fyrirmunað að koma boltanum framhjá hollenska markverðinum í fyrri hálfleiknum. Didier Drogba var nærri því búinn að skora sjálfsmark á 55.mínútu þegar hann skallaði hornspyrnu í slána á eigin marki og í kjölfarið náði Chelsea skyndisókn þar sem Ramires komst einn í gegn en Krul varði enn einu sinni frábærlega.Mynd/Nordic Photos/GettyChelsea-menn voru heppnir að fá ekki á sig jöfnunarmark á lokakafla leiksins, fyrst bjaraði John Terry á línu og svo átti Shola Ameobi þrumuskot í slána á marki Chelsea. Salomon Kalou kom Chelsea í 2-0 á 89.mínútu eftir að hafa fengið stoðsendingu frá Fernando Torres en þeir komu báðir inn á sem varamenn í leiknum. Daniel Sturridge tókst síðan loksins að skora í uppbótartímanum eftir sendingu frá Ramires en Sturridge fékk fjölmörg dauðafæri í þessum leik.Staðan í ensku úrvalsdeildinni. Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Sjá meira
Chelsea fagnaði 3-0 sigri á Newcastle á Sports Direct Arena, áður St. James´s Park, í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar. Þetta var annar deildarsigur Chelsea í röð og kemur liðinu upp í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar en Tottenham getur endurheimt það seinna í dag. Það var mikið fjör í leiknum og nóg af færum en liðin skutu sem dæmi samtals fimm sinnum í marksúlurnar í þessum stórskemmtilega leik. Chelsea fékk nóg af færum í fyrri hálfleik en gat síðan þakkað fyrir að fá ekki á sig jöfnunarmark í seinni hálfleiknum áður en Salomon Kalou og Daniel Sturridge innsigluðu sigurinn skömmu fyrir leikslok. Newcastle tapaði þarna sínum fyrsta heimaleik á tímabilinu en liðið hefur aðeins náð í eitt stig í síðustu þremur leikjum sínum á móti Manchester United, Manchester City og Chelsea. Tim Krul hélt Newcastle inn í leiknum í fyrri hálfleik en Chelsea-maðurinn David Luiz var heppinn að fá ekki rauða spjaldið þegar hann braut á Demba Ba strax á fjórðu mínútu leiksins.Mynd/APTim Krul varði vítaspyrnu Frank Lampard á 13. mínútu en hún var dæmd á Yohan Cabaye fyrir að fella Daniel Sturridge. Krul fór of snemma af línunni en komst upp með það og varði vítið glæsilega. Þetta var fjórða vítið sem Lampard klúðrar í ensku úrvalsdeildinni á ferlinum. Daniel Sturridge labbaði hvað eftir annað í gegnum Newcastle á þessum kafla. Þremur mínútu eftir vítið varði Krul skot frá honum í stöngina og á 25. mínútu varði Krul frá Sturridge úr dauðafæri. Peter Cech varði vel frá Demba Ba á 25. mínútu og tíu mínútum síðar átti Ba skalla í stöngina en John Terry var nærri því búinn að skora sjálfsmark þegar hann ætlaði að sparka boltanum í burtu. Chelsea tókst loksins að koma boltanum framhjá Tim Krul á 38. mínútu þegar Didier Drogba skallaði boltann í markið eftir fyrirgjöf frá Juan Manuel Mata. Þetta var aðeins annað deildarmark Drogba á tímabilinu til þessa. Tim Krul átti eftir að verja einu sinni enn glæislega frá Daniel Sturridge sem var hreinlega fyrirmunað að koma boltanum framhjá hollenska markverðinum í fyrri hálfleiknum. Didier Drogba var nærri því búinn að skora sjálfsmark á 55.mínútu þegar hann skallaði hornspyrnu í slána á eigin marki og í kjölfarið náði Chelsea skyndisókn þar sem Ramires komst einn í gegn en Krul varði enn einu sinni frábærlega.Mynd/Nordic Photos/GettyChelsea-menn voru heppnir að fá ekki á sig jöfnunarmark á lokakafla leiksins, fyrst bjaraði John Terry á línu og svo átti Shola Ameobi þrumuskot í slána á marki Chelsea. Salomon Kalou kom Chelsea í 2-0 á 89.mínútu eftir að hafa fengið stoðsendingu frá Fernando Torres en þeir komu báðir inn á sem varamenn í leiknum. Daniel Sturridge tókst síðan loksins að skora í uppbótartímanum eftir sendingu frá Ramires en Sturridge fékk fjölmörg dauðafæri í þessum leik.Staðan í ensku úrvalsdeildinni.
Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Sjá meira