Chelsea vann 3-0 í Newcastle og hoppaði upp í 3. sætið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2011 12:15 Mynd/AP Chelsea fagnaði 3-0 sigri á Newcastle á Sports Direct Arena, áður St. James´s Park, í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar. Þetta var annar deildarsigur Chelsea í röð og kemur liðinu upp í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar en Tottenham getur endurheimt það seinna í dag. Það var mikið fjör í leiknum og nóg af færum en liðin skutu sem dæmi samtals fimm sinnum í marksúlurnar í þessum stórskemmtilega leik. Chelsea fékk nóg af færum í fyrri hálfleik en gat síðan þakkað fyrir að fá ekki á sig jöfnunarmark í seinni hálfleiknum áður en Salomon Kalou og Daniel Sturridge innsigluðu sigurinn skömmu fyrir leikslok. Newcastle tapaði þarna sínum fyrsta heimaleik á tímabilinu en liðið hefur aðeins náð í eitt stig í síðustu þremur leikjum sínum á móti Manchester United, Manchester City og Chelsea. Tim Krul hélt Newcastle inn í leiknum í fyrri hálfleik en Chelsea-maðurinn David Luiz var heppinn að fá ekki rauða spjaldið þegar hann braut á Demba Ba strax á fjórðu mínútu leiksins.Mynd/APTim Krul varði vítaspyrnu Frank Lampard á 13. mínútu en hún var dæmd á Yohan Cabaye fyrir að fella Daniel Sturridge. Krul fór of snemma af línunni en komst upp með það og varði vítið glæsilega. Þetta var fjórða vítið sem Lampard klúðrar í ensku úrvalsdeildinni á ferlinum. Daniel Sturridge labbaði hvað eftir annað í gegnum Newcastle á þessum kafla. Þremur mínútu eftir vítið varði Krul skot frá honum í stöngina og á 25. mínútu varði Krul frá Sturridge úr dauðafæri. Peter Cech varði vel frá Demba Ba á 25. mínútu og tíu mínútum síðar átti Ba skalla í stöngina en John Terry var nærri því búinn að skora sjálfsmark þegar hann ætlaði að sparka boltanum í burtu. Chelsea tókst loksins að koma boltanum framhjá Tim Krul á 38. mínútu þegar Didier Drogba skallaði boltann í markið eftir fyrirgjöf frá Juan Manuel Mata. Þetta var aðeins annað deildarmark Drogba á tímabilinu til þessa. Tim Krul átti eftir að verja einu sinni enn glæislega frá Daniel Sturridge sem var hreinlega fyrirmunað að koma boltanum framhjá hollenska markverðinum í fyrri hálfleiknum. Didier Drogba var nærri því búinn að skora sjálfsmark á 55.mínútu þegar hann skallaði hornspyrnu í slána á eigin marki og í kjölfarið náði Chelsea skyndisókn þar sem Ramires komst einn í gegn en Krul varði enn einu sinni frábærlega.Mynd/Nordic Photos/GettyChelsea-menn voru heppnir að fá ekki á sig jöfnunarmark á lokakafla leiksins, fyrst bjaraði John Terry á línu og svo átti Shola Ameobi þrumuskot í slána á marki Chelsea. Salomon Kalou kom Chelsea í 2-0 á 89.mínútu eftir að hafa fengið stoðsendingu frá Fernando Torres en þeir komu báðir inn á sem varamenn í leiknum. Daniel Sturridge tókst síðan loksins að skora í uppbótartímanum eftir sendingu frá Ramires en Sturridge fékk fjölmörg dauðafæri í þessum leik.Staðan í ensku úrvalsdeildinni. Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Sjá meira
Chelsea fagnaði 3-0 sigri á Newcastle á Sports Direct Arena, áður St. James´s Park, í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar. Þetta var annar deildarsigur Chelsea í röð og kemur liðinu upp í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar en Tottenham getur endurheimt það seinna í dag. Það var mikið fjör í leiknum og nóg af færum en liðin skutu sem dæmi samtals fimm sinnum í marksúlurnar í þessum stórskemmtilega leik. Chelsea fékk nóg af færum í fyrri hálfleik en gat síðan þakkað fyrir að fá ekki á sig jöfnunarmark í seinni hálfleiknum áður en Salomon Kalou og Daniel Sturridge innsigluðu sigurinn skömmu fyrir leikslok. Newcastle tapaði þarna sínum fyrsta heimaleik á tímabilinu en liðið hefur aðeins náð í eitt stig í síðustu þremur leikjum sínum á móti Manchester United, Manchester City og Chelsea. Tim Krul hélt Newcastle inn í leiknum í fyrri hálfleik en Chelsea-maðurinn David Luiz var heppinn að fá ekki rauða spjaldið þegar hann braut á Demba Ba strax á fjórðu mínútu leiksins.Mynd/APTim Krul varði vítaspyrnu Frank Lampard á 13. mínútu en hún var dæmd á Yohan Cabaye fyrir að fella Daniel Sturridge. Krul fór of snemma af línunni en komst upp með það og varði vítið glæsilega. Þetta var fjórða vítið sem Lampard klúðrar í ensku úrvalsdeildinni á ferlinum. Daniel Sturridge labbaði hvað eftir annað í gegnum Newcastle á þessum kafla. Þremur mínútu eftir vítið varði Krul skot frá honum í stöngina og á 25. mínútu varði Krul frá Sturridge úr dauðafæri. Peter Cech varði vel frá Demba Ba á 25. mínútu og tíu mínútum síðar átti Ba skalla í stöngina en John Terry var nærri því búinn að skora sjálfsmark þegar hann ætlaði að sparka boltanum í burtu. Chelsea tókst loksins að koma boltanum framhjá Tim Krul á 38. mínútu þegar Didier Drogba skallaði boltann í markið eftir fyrirgjöf frá Juan Manuel Mata. Þetta var aðeins annað deildarmark Drogba á tímabilinu til þessa. Tim Krul átti eftir að verja einu sinni enn glæislega frá Daniel Sturridge sem var hreinlega fyrirmunað að koma boltanum framhjá hollenska markverðinum í fyrri hálfleiknum. Didier Drogba var nærri því búinn að skora sjálfsmark á 55.mínútu þegar hann skallaði hornspyrnu í slána á eigin marki og í kjölfarið náði Chelsea skyndisókn þar sem Ramires komst einn í gegn en Krul varði enn einu sinni frábærlega.Mynd/Nordic Photos/GettyChelsea-menn voru heppnir að fá ekki á sig jöfnunarmark á lokakafla leiksins, fyrst bjaraði John Terry á línu og svo átti Shola Ameobi þrumuskot í slána á marki Chelsea. Salomon Kalou kom Chelsea í 2-0 á 89.mínútu eftir að hafa fengið stoðsendingu frá Fernando Torres en þeir komu báðir inn á sem varamenn í leiknum. Daniel Sturridge tókst síðan loksins að skora í uppbótartímanum eftir sendingu frá Ramires en Sturridge fékk fjölmörg dauðafæri í þessum leik.Staðan í ensku úrvalsdeildinni.
Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Sjá meira