Chelsea vann 3-0 í Newcastle og hoppaði upp í 3. sætið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2011 12:15 Mynd/AP Chelsea fagnaði 3-0 sigri á Newcastle á Sports Direct Arena, áður St. James´s Park, í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar. Þetta var annar deildarsigur Chelsea í röð og kemur liðinu upp í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar en Tottenham getur endurheimt það seinna í dag. Það var mikið fjör í leiknum og nóg af færum en liðin skutu sem dæmi samtals fimm sinnum í marksúlurnar í þessum stórskemmtilega leik. Chelsea fékk nóg af færum í fyrri hálfleik en gat síðan þakkað fyrir að fá ekki á sig jöfnunarmark í seinni hálfleiknum áður en Salomon Kalou og Daniel Sturridge innsigluðu sigurinn skömmu fyrir leikslok. Newcastle tapaði þarna sínum fyrsta heimaleik á tímabilinu en liðið hefur aðeins náð í eitt stig í síðustu þremur leikjum sínum á móti Manchester United, Manchester City og Chelsea. Tim Krul hélt Newcastle inn í leiknum í fyrri hálfleik en Chelsea-maðurinn David Luiz var heppinn að fá ekki rauða spjaldið þegar hann braut á Demba Ba strax á fjórðu mínútu leiksins.Mynd/APTim Krul varði vítaspyrnu Frank Lampard á 13. mínútu en hún var dæmd á Yohan Cabaye fyrir að fella Daniel Sturridge. Krul fór of snemma af línunni en komst upp með það og varði vítið glæsilega. Þetta var fjórða vítið sem Lampard klúðrar í ensku úrvalsdeildinni á ferlinum. Daniel Sturridge labbaði hvað eftir annað í gegnum Newcastle á þessum kafla. Þremur mínútu eftir vítið varði Krul skot frá honum í stöngina og á 25. mínútu varði Krul frá Sturridge úr dauðafæri. Peter Cech varði vel frá Demba Ba á 25. mínútu og tíu mínútum síðar átti Ba skalla í stöngina en John Terry var nærri því búinn að skora sjálfsmark þegar hann ætlaði að sparka boltanum í burtu. Chelsea tókst loksins að koma boltanum framhjá Tim Krul á 38. mínútu þegar Didier Drogba skallaði boltann í markið eftir fyrirgjöf frá Juan Manuel Mata. Þetta var aðeins annað deildarmark Drogba á tímabilinu til þessa. Tim Krul átti eftir að verja einu sinni enn glæislega frá Daniel Sturridge sem var hreinlega fyrirmunað að koma boltanum framhjá hollenska markverðinum í fyrri hálfleiknum. Didier Drogba var nærri því búinn að skora sjálfsmark á 55.mínútu þegar hann skallaði hornspyrnu í slána á eigin marki og í kjölfarið náði Chelsea skyndisókn þar sem Ramires komst einn í gegn en Krul varði enn einu sinni frábærlega.Mynd/Nordic Photos/GettyChelsea-menn voru heppnir að fá ekki á sig jöfnunarmark á lokakafla leiksins, fyrst bjaraði John Terry á línu og svo átti Shola Ameobi þrumuskot í slána á marki Chelsea. Salomon Kalou kom Chelsea í 2-0 á 89.mínútu eftir að hafa fengið stoðsendingu frá Fernando Torres en þeir komu báðir inn á sem varamenn í leiknum. Daniel Sturridge tókst síðan loksins að skora í uppbótartímanum eftir sendingu frá Ramires en Sturridge fékk fjölmörg dauðafæri í þessum leik.Staðan í ensku úrvalsdeildinni. Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjá meira
Chelsea fagnaði 3-0 sigri á Newcastle á Sports Direct Arena, áður St. James´s Park, í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar. Þetta var annar deildarsigur Chelsea í röð og kemur liðinu upp í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar en Tottenham getur endurheimt það seinna í dag. Það var mikið fjör í leiknum og nóg af færum en liðin skutu sem dæmi samtals fimm sinnum í marksúlurnar í þessum stórskemmtilega leik. Chelsea fékk nóg af færum í fyrri hálfleik en gat síðan þakkað fyrir að fá ekki á sig jöfnunarmark í seinni hálfleiknum áður en Salomon Kalou og Daniel Sturridge innsigluðu sigurinn skömmu fyrir leikslok. Newcastle tapaði þarna sínum fyrsta heimaleik á tímabilinu en liðið hefur aðeins náð í eitt stig í síðustu þremur leikjum sínum á móti Manchester United, Manchester City og Chelsea. Tim Krul hélt Newcastle inn í leiknum í fyrri hálfleik en Chelsea-maðurinn David Luiz var heppinn að fá ekki rauða spjaldið þegar hann braut á Demba Ba strax á fjórðu mínútu leiksins.Mynd/APTim Krul varði vítaspyrnu Frank Lampard á 13. mínútu en hún var dæmd á Yohan Cabaye fyrir að fella Daniel Sturridge. Krul fór of snemma af línunni en komst upp með það og varði vítið glæsilega. Þetta var fjórða vítið sem Lampard klúðrar í ensku úrvalsdeildinni á ferlinum. Daniel Sturridge labbaði hvað eftir annað í gegnum Newcastle á þessum kafla. Þremur mínútu eftir vítið varði Krul skot frá honum í stöngina og á 25. mínútu varði Krul frá Sturridge úr dauðafæri. Peter Cech varði vel frá Demba Ba á 25. mínútu og tíu mínútum síðar átti Ba skalla í stöngina en John Terry var nærri því búinn að skora sjálfsmark þegar hann ætlaði að sparka boltanum í burtu. Chelsea tókst loksins að koma boltanum framhjá Tim Krul á 38. mínútu þegar Didier Drogba skallaði boltann í markið eftir fyrirgjöf frá Juan Manuel Mata. Þetta var aðeins annað deildarmark Drogba á tímabilinu til þessa. Tim Krul átti eftir að verja einu sinni enn glæislega frá Daniel Sturridge sem var hreinlega fyrirmunað að koma boltanum framhjá hollenska markverðinum í fyrri hálfleiknum. Didier Drogba var nærri því búinn að skora sjálfsmark á 55.mínútu þegar hann skallaði hornspyrnu í slána á eigin marki og í kjölfarið náði Chelsea skyndisókn þar sem Ramires komst einn í gegn en Krul varði enn einu sinni frábærlega.Mynd/Nordic Photos/GettyChelsea-menn voru heppnir að fá ekki á sig jöfnunarmark á lokakafla leiksins, fyrst bjaraði John Terry á línu og svo átti Shola Ameobi þrumuskot í slána á marki Chelsea. Salomon Kalou kom Chelsea í 2-0 á 89.mínútu eftir að hafa fengið stoðsendingu frá Fernando Torres en þeir komu báðir inn á sem varamenn í leiknum. Daniel Sturridge tókst síðan loksins að skora í uppbótartímanum eftir sendingu frá Ramires en Sturridge fékk fjölmörg dauðafæri í þessum leik.Staðan í ensku úrvalsdeildinni.
Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjá meira