Enski boltinn

Phil Jones tryggði Manchester United sigur á Aston Villa

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Varnarmaðurinn Phil Jones tryggði Manchester United 1-0 sigur á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en þetta var fjórði 1-0 sigur United í síðustu fimm deildarleikjum liðsins.

Manchester United náði þar með aftur öðru sætinu af Tottenham og minnkaði forskot toppliðs Manchester City í fimm stig á ný.

Manchester United liðið sýndi enga meistaratakta í þessum leik en gerði nóg í að landa þremur mikilvægum stigum á útivelli. Það var United-mönnum til happs að Aston Villa liðið átti slakan leik og ógnaði aldrei í þessum leik.

Phil Jones var þarna að skora sitt fyrsta mark fyrir Manchester United en það kom á 20. mínútu leiksins eftir sendingu frá Nani og í kjölfar hornspyrnu. Jones gerði mjög vel í að klára þetta færi.



Staðan í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×