Íslenski boltinn

Spear samdi við ÍBV

Aaron Spear.
Aaron Spear. Mynd/Vilhelm
ÍBV hefur náð samkomulagi við framherjann Aaron Spear um að leika með félaginu næstu tvö árin.

Þessi 18 ára sóknarmaður sló óvart í gegn hjá félaginu síðasta sumar er hann kom í láni frá Newcastle. Hann skoraði þá sex mörk í ellefu leikjum.

Spear var laus allra mála hjá Newcastle og reyndi fyrir sér hjá Stuttgart í Þýskalandi en fékk ekki samning.

Þetta er góð tíðindi fyrir ÍBV sem hefur mátt sjá á bak leikmönnum eins og Finni Ólafssyni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×