Enski boltinn

Sturridge og Drogba í framlínu Chelsea - Torres á bekknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fernando Torres.
Fernando Torres. Mynd/AP
Daniel Sturridge og Didier Drogba verða saman í framlínu Chelsea á móti Newcastle á St. James´s Park í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Fernando Torres þarf því að sætta sig við að setjast á bekkinn eftir slaka frammistöðu sína á móti sínum gömlu félögum í Liverpool í vikunni.

David Luiz heldur líka sæti sínu í vörn Chelsea-liðsins þrátt fyrir allt annað en sannfærandi frammistöðu að undanförnu. Chelsea hefur tapað fimm af síðustu níu leikjum sínum og varnarleikurinn hefur verið mikið gagnrýndir.

Það er því mikil pressa á Andre Villas-Boas og lærisveinum hans í Chelsea eftir dapurt gengi að undanförnu en þeir mæta þarna spútnikliði Newcastle sem hefur byrjað frábærlega undir stjórn Alan Pardew.

Byrjunarliðin í dag:

Newcastle: Krul, Simpson, Steven Taylor, Coloccini, Ryan Taylor, Lovenkrands, Guthrie, Cabaye, Obertan, Ben Arfa, Ba.

Varamenn: Harper, Santon, Perch, Gosling, Best, Shola Ameobi, Sammy Ameobi.

Chelsea: Cech, Ivanovic, Luiz, Terry, Cole, Ramires, Romeu, Lampard, Sturridge, Drogba, Mata.

Varamenn: Turnbull, Torres, Malouda, Meireles, Bosingwa, Kalou, Bertrand.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×