Enski boltinn

Mata: Þessi sigur gefur okkur mikið sjálfstraust fyrir Valencia-leikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Juan Mata.
Juan Mata. Mynd/Nordic Photos/Getty
Didier Drogba og Juan Mata voru ánægðir eftir 3-0 sigur Chelsea á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í dag. Tölurnar gáfu ekki alveg rétta mynd af leiknum því Chelsea gat auðveldlega fengið á sig jöfnunarmark áður en liðið gerði út um leikinn með tveimur mörkum á lokamínútunum.

„Við vorum ekki í góðum gír fyrir leikinn þannig að það var erfitt að koma hingað. Liðið brást vel við og náði góðum sigri," sagði Didier Drogba sem kom Chelsea í 1-0 í fyrri hálfleik með skalla eftir fyrirgjöf frá Juan Mata.

„Þessi sigur gefur okkur mikið sjálfstraust fyrir Meistaradeildarleikinn á móti Valencia," sagði Juan Mata en báðir voru þeir í viðtali á Sky Sports.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×