Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Rautt spjald á Cahill

Sérfræðingarnir í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 Sport skoðuðu rauða spjaldið sem Stuart Atwell dómari gaf Gary Cahill, leikmanni Bolton í leiknum gegn Tottenham um helgina.

Cahill fékk beint rautt fyrir að brjóta á Scott Parker, sem var við það að komast í gegnum vörn Bolton og upp að marki liðsins.

En eins og Tryggvi Guðmundsson, leikmaður ÍBV og sérfræðingur messunnar, benti á var Parker langt frá því að vera kominn í ákjósanlegt markfæri.

Þeir félagar rifja einnig upp atvik úr leik með Bolton í fyrra þar sem að Atwell rak Cahill einnig af velli. Innslagið má sjá hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×