Enski boltinn

Bolton áfrýjaði rauða spjaldinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cahill brýtur hér á Parker.
Cahill brýtur hér á Parker. Nordic Photos / Getty Images
Owen Coyle, stjóri Bolton, var afar ósáttur við rauða spjaldið sem Gary Cahill, varnarmaður liðsins, fékk í leiknum gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Félagið hefur áfrýjað spjaldinu.

Cahill var rekinn af velli af dómaranum Stuart Attwell strax á sautjándu mínútu fyrir að brjóta á Scott Parker.

„Það væri ansi vægt til orða tekið að segja að ég væri reiður vegna spjaldsins,“ sagði Coyle eftir leikinn. „Scott Parker er frábær leikmaður en hann snerti boltanum með vinstri fæti úti á kantinum og átti eftir 50 metra í markið.“

„Zat Knight var svo á miðsvæðinu og fleiri varnarmenn voru á leiðinni til baka. Þetta var því ekki augljóst marktækifæri sem tekið var af Parker.“

Knight sagði svo við enska fjölmiðla í dag að ákvörðun Attwell hafi verið glórulaus. „Ég bara trúði þessu ekki. Ég hélt að hann ætlaði að veita honum áminningu,“ sagði hann.

„Ég ræddi aðeins við dómarann í hálfleik. Ég held að hann muni sjá mjög eftir þessu þegar hann sér sjónvarpsupptökur af þessu.“


Tengdar fréttir

Sunnudagsmessan: Rautt spjald á Cahill

Sérfræðingarnir í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 Sport skoðuðu rauða spjaldið sem Stuart Atwell dómari gaf Gary Cahill, leikmanni Bolton í leiknum gegn Tottenham um helgina




Fleiri fréttir

Sjá meira


×