Erlent

ESB gefst upp við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda

Evrópusambandið hefur gefist upp við að þrýsta á Bandaríkin, Kína og önnur lönd til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2020.

Þetta kemur fram í máli Connie Hedegaard loftslagsstjóra framkvæmdanefndar Evrópusambandsins. Hedegaard segir að Evrópusambandið muni ekki þrýsta frekar á fyrrgreind lönd um að draga úr losun sinni fyrr en árið 2020.

Vísindamenn sem fylgjast með hlýnun jarðar eru gáttaðir á þessari afstöðu Evrópusambandsins og segja að þar með hafi aukist að mun hættan á áframhaldandi afbrigðilegu veðurfari í heiminum. Eiga þar við mikla hitabylgjur, þurrka, úrhelli og hækkun á yfirborði sjávar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×